Afturelding - 01.06.1972, Side 48

Afturelding - 01.06.1972, Side 48
íslendingiir í Höfn skrifar heina Ungur 'íslendingur, sem 'búsettur er í Kaup- mannahöfn hin síðustu ár, skrifaði okkur seint á síðastliðnu sumri. Hann er í góðri stöðu, þar í borg, en gefur sér iþó tíma til að hafa áhuga á trúmálum, þótt bvergi sé hann safnaðar- eða kirkju- bundinn ennlþá að minnsta kosti. Við leyfum okk- ur að birta hér kafla úr nefndu bréfi: „. .. . Mér finnst gott tilefni til að skrifa þér nú, því hér í Kaupmannahöfn er mikið búið að eke þessa ihelgi. Hér var á laugardaginn stórmót sem „Jesúhreyfingin“, studd af Hvítasunnusöfnuðun- um hér í borg, hélt í stærsta skemmtigarðinum, Fellesparken. Ég fór þangað Jd. 2 og iþá var saman komið um 5—7 þúsund ungmenni, víðsvegar að, er sungu og lofuðu Jesúm með hárri raust. Veðrið var mjög gott og það var áhrifaríkt að sjá a'llan þennan hóp lofa Guð og gefa bendingu til him- ins, en tákn mótsins var 'kreppt hendi, sem benti með vísifingri upp tiil Hans, sem heyrir bænir. Annars byrjaði þessi dagur (sem var kallaður hinn Iangi dagur, í minningu um Jósúa, þegar hann bað Guð að stöðva sólina um sinn, og Guð heyrði bæn hans og Jósúa vann þá erfiðleika, sem hann átti i), 'kl. 8 um morguninn í stórri kirkju, sem tekur 600 manns. En hún fylltist með 1000 manns, sem lofuðu Guð með hárri raust, svo mörg- um sem ekki höfðu heyrt iþetta áður brá heldur betur. Já, eins og ég sagði, kom ég í garðinn kl. 2 og naut þess að vera Iþar til kl. 7. En þá gekk allur þessi ihópur með 4 presta (endurfædda) í broddi fylkingar í gegnum Iborgina til ráðhúsplássins og héldu stóra útisamkomu. Var álitið að um 10.000 manns hefðu verið þar samankomið. 'Það var gríp- andi augnablik að heyra Jesúlofgerðina hljóma yfir aila miðborgina, og sjá allar þessar hendur sem bentu upp til 'Hans, sem er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Já, þú getur skilið að þetta hafði áhrif á mig. Og í gærkvöld fór ég á samkomu í Elim. Einnig Iþar var troðfuilt og öll samkoman þrungin af Guðs Anda. Þar fór einnig fram skírn. Það er mikið talað um, að vakning sé komin hingað og þetta sé byrjunin. Ég trúi því. Ég veit líka, að þessi lofgerð sem hljómaði hér þennan dag er lítið brot af þeirri lofgerð, sem eitt sinn á eftir að bljóma í himni Guðs um alla eilífð, og mig langar líka til að vera þar.“ Margvíslega kristnir menn Nafnkristnir. í 'hópi þeirra eru ailir, sem fæddir eru í svoköll- uðum kristnum löndum og hafa fengið uppfræðslu í kristinni trú, en eru Iþrátt fyrir það alveg fram- andi gagnvart lífinu í Guði. Þeir eru bara að nafn- inu kristnir, en í raunveruleikanum ekki. Velrarkristnir. Þeir koma á vakningarsamkomurnar á veturna og virðast þá vera áhugasamir kristnir menn. En óðar en sumarið kemur, eru þeir horfnir, og koma ekki í ijós fyrr en vetrar að. Hálíðakristnir. Þeir koma hvorki á vakningarsamkomur, al- mennar samkomur eða bænasamkomur. Þeir koma aðeins við hátíðleg tækifæri. Þeir vilja gjarnan vera til staðar, ef söfnuðurinn hefur veizluborð. En í hversdagslífsins þunga verki vegna málefnis- ins vilja þeir ekki vera þátttakendur. Hversdagskristnir. Þeir eru kristnir hvern einasta óbreyttan dag. Þeir eru það á helgum dögum, sumar og vetur. 48

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.