Afturelding - 01.06.1972, Qupperneq 49

Afturelding - 01.06.1972, Qupperneq 49
Fangi nr. 175 Árið 1943 var ég dæmdur til dauða af þýzkum herrétti. Gamli, gráhærði maðurinn, sem gaf vitnis- iburð sinn í samkomusa'l Hjáljiræðishersins í Róma- borg, talaði Ihægt og róleg. Það var engu líkara en að hann væri að afsaka það við áheyrendurna, sem hann var að tala. Ég átti 'konu og fjögur börn, sagði hann. Þess vegna var dauSadóminum hreytt í alllangan fang- elsrsdóm í þýzkum fangabúðum. 'Eftir 9 mánuði þar, var líkamsþungi minn kominn niður í 40 kíló. Likami minn var allur hlaðinn kaunum og sárum. Enginn maður Ihafði reynt að hilynna að beinbrotinu. Jólakvöldið var ég í fangelsisklefa mínum, ásamt fleiri félögum, þegar yfirmaður fangabúðanna sendi eftir mér. Er ég gekk inn til hans sat bann að jólaborði sínu, er svignaði undan allskyns krásum. Á meðan hann sat að máltíðinni, sem tók fulla klukkustund, lét hann mig horfa á án þess að bjóða mér sæti. Mér var ljóst, að þetta var eins konar píslartegund hans við mig, vegna þess að ég var lifandi kristinn maður og vitnaði fyrir samföngum mínum. Á þessari stundu fann ég að ég var hart leikinn af freistaranum, er hvíslaði Þeir taka kristindóm sinn alvarlega, eru ekki að- eins kristnir til þess að njóta, en einnig til þess að gefa og starfa. Þetta eru þeir raunverulegu burðar- menn kristindómsins. Gullkristnir. Ég ætla, að það hafi verið danska skáldið Brorson, sem fyrstur manna notaði þetta orð, og síðan tók danski presturinn Eibiger Iþað sem titil á andakts- bó'k, sem hann reit og gaf út. Guflkristnir eru þeesir eðailyndu iskapgcrðanmenn sem mcta þyngd sína ó mælikvarða gullsins. I hvaða hópnum ert þú? Korsets Seier. að mér og sagði: „Dapozzo, trúirðu enn iþá á það eem stendur í 23. isálmi Davíðs?“ Ég lyfti huga mínum til Guðs. Eftir iþað gat ég svarað: Já, það geri ég.“ Einn varðmannanna bar inn kaffi á bakka, og pakki af smákökum fylgdi með. Yfirmaðurinn gæddi sér á smákökunum úr pakkanum. Eftir á sagði hann: „Konan yðar er vel fær í brauðbakstri.“ Ég skildi ekkert hvað hann var að fara. En það stóð ekki á útskýringunni: „I sjö mánuði hefur konan yðar sent yður pakka með kökum og kexi. Ég hef alltaf tekið pakkana til mín og etið brauðið.“ Ég fann hvernig freistingin læsti sig inn i gegn- um veru mína. Mér var vel kunnugt um að kona min og börn 'höfðu lítið um mat, en af fátæfct sinni höfðu þau klipið til þess að gera þetta góða brauð og isenda mér. Þessi rangláti maður var nú að borða brauð barna minna. Ereistarinn hvíslaði að mér: „Þú skalt hata, Dapozzo.“ Aftur lyfti ég huga mínum til Guðs. Eftir það gat ég ekki hatað hann. Ég óskaði að hann gæfi mér aðeins lítinn bita af einni kökunni, ekki að mig langaði til þæs að borða hann, heldur til Iþess að ég mætti horfa á hann, halda honum í hendi minni og hugsa um börn'in mín. En hann gerði það ekfci, heldur neytti hann þess alls sjálfur. Þegar hann hafði gert það, formælti hann mér. Mér varð að orði: „Þér eruð fátækur maður, en ég er ríkur, því að ég trúi á Guð, og er hólpinn fyrir blóð Jesú Krists.“ Við þessi orð mín varð hann æfur af reiði og lét fara með mig aftur í íangafclefann minn.“ Þegar stríðinu lauk fór ég að huga eftir manni þessum. Flestir af yfirmönnum fangabúðanna voru iskotnir, en einhvern veginn hafði hann komizt und- an og fór 'huldu höfði. Ég leitaði hans í 10 ár og fann hann að end- ingu. Ég heimsótti ihann og hafði í fylgd með mér ilútherskan prest. Nú þefckti hann mig ekki. Ég 49

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.