Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 3
Köllun til barnastarfs Einu sinni var ég á móti á ísa- firði, og þá fannst mér Drottinn vera að segja mér að fara og hjálpa Ester Nilson með barna- heimilið á Flateyri. Ég ætlaði ekki að taka mark á þessu, og reyndi að telja mér trú um að þetta væri bara hugmynd frá sjálfri mér. Ég bjóst ekki við að ég kæmist frá heimili mínu, manni og tveimur börnum. Ég fór samt að hitta Ester. Komst ég þá að því að hún lá fótbrotin í rúminu, og vantaði sárlega aðstoð. Þá sagði ég við Guð: „Drottinn, ef þessi köllun er frá þér, verður þú að sjá um heimili mitt og gera mér kleift að komast í þetta starf.“ Síðan fór ég heim. Þegar heim kom sagði maður- inn niinn við mig: „Magnea, nú þarft þú að pakka ofan í ferða- lösku fyrir mig, því að ég er að fara til Vestmannaeyja til að vinna þar í sumar.“ Síðan komu strákarnir mínir til mín og sögð- ust vera búnir að fá pláss í sveit um sumarið. Ég sá að Drottinn var búinn að leysa úr málinu, hann hafði ráðstafað þessu. Ég pakkaði ofan í fjórar ferðatösk- ur, við fórum öll sitt í hverja átt- ina og ég komst til Flateyrar. Þetta var upphaf að löngum ferli í barnastarfi. Ég var níu sumur á Flateyri, og síðan bjó ég á Vopnafirði í átta vetur og var með barnastarf þar. Síðan var ég tvö ár, 1968 til 1969, á barna- heimilinu á Hjalteyri, og vann ýmis verk þar. Ný reynsla Eitt kvöldið var ég að hugsa um að fara snemma á fætur dag- inn eftir, vegna þess að þvottur lá l'yrir. En þegarég halði lagst til svefns fóru að streyma til mín setningar eða hendingar undir sænsku lagi, sem ég kunni. Mér datt í hug að skrifa þetta niður, og að því loknu slökkti ég ljósið og reyndi aftur að sofna. En þá komu fleiri hendingar, svo ég rís upp aftur til að skrifa þær líka. Og svona gekk þetta til kl. fimm um morguninn, ég var að að kveikja og slökkva, því alltaf komu fleiri hendingartil mín. Um morguninn vaknaði ég eldhress á tilsettum tíma og fór að skoða það sem ég hafði skrif- að um nóttina. Ég breytti því aðeins lítilsháttar til að láta það ríma betur, en það hljóðar svona: Hinn mikla morgun i árdegis Ijóma mœtlusl konur svo klökkvar i róm. Þter vildit smyrja sinn Herra meö sóma, en sárt þtvr grétu, þvi gröftn var tóm. Þarsjá engil iskinandi klaöum, hann segir við þœr: Hverjum leitið þér að? Þvi hann sem sté niðurfrá hceðum hann er upp risinn. flyl öllum það. Þcer meðfögnuðifrá gröflnni ganga. gegnum krossinn þœrdýrðina sjá. Ljós er minningfrá deginum langa. Lausn erfundin. er syndirnar þjá, þvi Itann lifir, liann lifir, hann liftr, lausnarinn kceri ersynd þina ber. Kunngjöriö öllum þann boðskap. Itann liftr, eiitnig Pétri, sem sorgmceddur er. Lcerisveinarnir lögðu lil á djúpið. löng var nóttin ogftsk ei aðfá. Hugur þeirra sem svarta djúpið. en fögur minning er liður þeim hjá. s / náttmyrkri er dregin fram myndin munum er liann á valninu gekk gegnum storminn hann haslaði á vindinn, I hjörtum þeirra lians ásjóna þekk. Er birtir af degi á ströndinni stendur sjálfur Drottinn, er bátinn bar að, Hann rélti úl sinar hjálpandi hendur. til hcegri leggið nú netið, liann kvað. Það er Drollinn, þá hrópaði Pétur, gyrti kyrtil sinn þegar i stað, og i vatnið sig óðara setur, sjá í auðmýkt hann fyrir sér bað. Hann spurði Pélur, með svipnum bjarta: Simon Jónasson, elskarþú mig? Pélur svarar með auðmjúku hjarta: þú veislþaö Herra. ég elska þig. Hanii spurði aftur: Ó. annl þú mér Pétur? Aflur hann svarar: Ég elska þig. Gcet þú lambanna minna ce belur, þú munt lifa og vegsama mig. Þetta var allt gefið af Guði í Heilögum anda. Ég hafði aldrei ort neitt. En eftir þetta fór ég að setja saman söngtexta til að gleðja krakkana, og voru þeir mjög vinsælir hjá börnunum. A Kotmúla Ég hafði umsjón með barna- heimilinu á Kotmúla í Fljótshlíð í u.þ.b. fimm ár, og þar átti ég margar bestu stundir lífs míns. Ég þakka Jesú fyrir að hafa feng- ið að leggja hönd á plóginn, og kærleikur Guðs kom fljótt í ljós í starfinu. Orð Jesú voru undir- Frh. á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.