Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 30
Amma hvenær Frh. af bls. 3 strikuð: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki.“ Þetta var yndislegur tírni, börnin lærðu að þekkja Föður- inn og frelsara sinn, syngja um hann og biðja til hans. Þau voru alltaf viljug til að halda helgi- stundir. Stundum komu þau til mín og sögðu: „Amma, hvenær er stund?“ Þau kölluðu mig allt- af ömmu og mér þótti vænt um það. Börn og starfsfólk var eins og ein stór Ijölskylda. Ef veðrið var vont, rigning eða kuldi, voru börnin inni í samkomusalnum og teiknuðu eða föndruðu. Þau voru mjög dugleg við það. Laug- ardagskvöldin áttu þau út af fyrir sig, þá fengu þau samkomusal- inn og fóru í alls konar leiki, en við starfsfólkið fengum auðvitað að vera með. Þá var mikið fjör, og hlökkuðu börnin alltaf til laugardagsins. Þegar börnin fóru heim á haustin sögðu þau alltaf: „Bless amma, við komum aftur næsta sumar.“ Mér er minnistæð stúlka nokkur sem kom í heimsókn til okkar að Kotmúla. Hún var að gera ritgerð um barnaheimili. Eftir að hafa verið með börnun- um um kvöld kom hún til mín og lýsti undrun sinni yfir því hvað börnin væru trúhneigð. Ég sagði henni hver væri grundvöll- urinn fyrir veru þeirra hér, og svo fórum við að Iesa í Biblí- unni, og ég sýndi henni nokkra ritningarstaði. Hún sýndi þessu talsverðan áhuga. Síðan fórum við að sofa, og hún ætlaði heim daginn eftir. Um morguninn kom hún til mín og spurði mig með ákafa: „Hvers vegna tókstu krossinn niður?“ „Hvaða kross spurði ég?“ „Krossinn sem var fyrir ofan orgelið!" svaraði hún. „Það hefur aldrei verið neinn kross þar, og hvergi í stofunni,“ sagði ég. „Jú,“ sagði hún, „ég sá hann í hvert sinn er ég vaknaði, hann skein á móti mér. Ég er búin að gráta svo mikið við krossinn, og mér líður svo und- ursamlega vel!“ „Jesús hefur verið hjá þér í nótt og sýnt þér krossinn,“ sagði ég við hana. Hún bara grét, og sagðist helst ekki vilja fara f'rá okkur. Seinna fékk ég bréf frá henni, þar sem hún segir: „Ég vil að þú gleymir því ekki hve þakklát ég er fyrir að hafa fundið þann besta vin sem nokkur maður get- ur átt, og nú tala ég við hann á hverjum degi, og hann hefur hjálpað mér meira en þig grun- ar.“ Þetta var undursamlegt. Er ég hætti á Kotmúla haustið 1978 voru börnin mikið í huga mér og ég saknaði þeirra veru- lega. En nótt eina sýndi Guð mér í draunii, hvernig hann hafði ráðstafað börnunum. Mér fannst ég vera komin að Kotmúla, en þar var engan mann að sjá. Túnin voru mis- hæðótt og var þúfa í túnjaðrin- um, en í kringum þessa þúfu Flugmaðurinn tók nýja ... Frh. af bls. 11 leggja allt í Guðs hendur alveg frá upphafi. Þrátt fyrir að við höfum ekki alltaf vitað hvar við ættum að ná í fjármagn, hefur Drottinn aftur og aftur staðfest að þetta sé hans verk með því að sjá okkur fyrir því sem þurfti. Það hefur verið spennandi, segir Lind. — Og hvetjandi. Hugsaðu þér, fyrir nokkrum árum komu næstum engirófrels- aðir á samkomurnar okkar. Ef skreið stór ormur með stór svört augu og reyndi hann að skríða inn í þúfuna, en lítill hvolpur varnaði honum leiðarinnar. Ég fór því að gá hvað ormurinn væri að sækjast í og sá ég þá gegnum gat á þúfunni garð er var undir öllu túninu. Ég tróð mér gegnum gatið og kom þá í gróðurlund þessa aldingarðs. Til beggja hliða voru fallegir, grænir og beinvaxnir afleggjarar og mér var hugsað hvernig þeirgætu lif- að hér undir túninu. Þá fann ég gróðurangan, þarna var nægt súrefni og nægur raki en ekkert illgresi var sjáanlegt. Þá skildi ég að ormurinn var óvinurinn og Guð hafði sett vörð til að gæta og varðveita verk sín. Ég grét af gleði, því ég vissi að þessir afleggjarar voru börnin, sem Jesús fóstraði á barnaheimilinu að Kotmúla. I Megi Guð blessa sitt verk í hjörtum allra barna sem heyra Guðs orð og varðveita það í hjörtum sínum. Ég þakka Jesú fyrir að hafa fengið að vera með í þessu bless- aða og skemmtilega starfi, og ég vil einnig þakka öllum þeim systkinum er störfuðu með mér. Guðrún Markúsdóttir einn kom, sneri ræðumaðurinn sér að honum og prédikaði veg frelsisins af öllum kröftum. Hann varð að nota tækifærið þegar það gafst. Nú komumst við ekki yfir að taka höndum um alla þá ófrelsuðu sem snúa sér til okkar. Sjónvarp er frábært trú- boðstæki. Það nýtist best í sam- vinnu við söfnuðina á hverjum stað. Hvað gætum við gert ef við hefðum ekki söfnuð til að vísa á þegar leitandi fólk snýr sér til okkar? segir Birger Lind. ÞýttúrEKKO- GM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.