Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 18
Hvernig leit Jesús út? í bókasafni páfagarðs í Róm er geymt áhugavert bréf, sem inni- heldur eftirfarandi lýsingu á persónuleika Jesú og útliti. Bréf- ið skrifaði Publius Lentulus til rómverska þingsins, en hann var vararæðismaður í valdatíð Tíberíusar og varamaður Pontíusar Pílatusar. ,,Ahugaverður og eftirtektar- verður maður hefur komið fram og býr á meðal okkar. Þeir sem fylgja honum kalla hann son Guðs. Hann læknar sjúka og vekur upp dauða. Hann hefur háleita köllun, sem kemur öllum velfyrir sjónir. Andlit hans vekur bœði kœrleika og ótta. Hár hans er sílt og Ijóst. Það fellur slétt niður að eyrum, en frá eyrunum og niður á axlir falla lokkarnir í léttum bylgjum. Því er skipt í miðju og fellur til beggja hliða að hœlti Nasareanna. Kinnarnar erufölar, munnur og nef er fag- urmótað. Hann hefur slult al- skegg, sem fer honum vel. Bæði hár og skegg er á litinn sem þroskuð hneta. Augnaráð hans er fullt visku og dirfsku. Stund- um bregður fyrir eldlegum glampa í augum hans. Þessi maður, sem er svo einstaklega mildur í máli, verður höstugur þegar hann ávítar. En jafnvel þá rœður hann yftr ofurmannlegri sjálfsstjórn. Enginn hefur séð hann hlœja, en margir hafa séð hann gráta. Rödd hans er alvar- leg og ákveðin. Hann er eins fallegur og maður getur verið. Hann er kallaður Jesús, sonur Maríu. “ Eina af þekktustu Krists- myndum í heiminum málaði Málverk Warners Sallman. sænsk-finnsk ameríski listamað- urinn Warner Sallman. Eftir- prentanir seljast í milljónum eintaka. Myndin á margt sam- eiginlegt með lýsingu rómverska vararæðismannsins Publiusar Lentulusará útliti Jesú Krists. Um tilurð myndarinnar hefur listamaðurinn sjálfur sagt eftir- farandi: „Það var árið 1924. Ég var þá ungur maður, auglýsinga- teiknari og starfsmaður við kristilegt unglingatímarit. Ég hafði lofað að teikna kápumynd á eitt tölublaðið. Mig langaði að teikna mynd af Jesú. Á þeim tíma var ég áhuga- samur félagi í biblíuleshóp í KFUM. Presturinn sem leiddi hópinn, talaði einu sinni um það að Jesús hefði lifað og hrærst meðal venjulegs fólks, eins og smiða, skrifstofufólks, af- greiðslufólks og verkamanna. „Hann hjálpaði þessu fólki eins oft og það gaf honum tækifæri til. Við eigum að gera slíkt hið sama. Við megum ekki setja Krist til hliðar í lífi okkar.“ Presturinn hélt áfram: „Ég vona að dag einn muni einhver listamaður gefa okkur mynd af Jesú, sem sýnir mann fullan af krafti, hugmóð, háleitum hug- sjónum, kærleika og von.“ Við þessi orð fæddist með mér inni- leg ósk um að fá að teikna mynd af Jesú, prýddum miskunnsemi og staðfestu. Ég var ekki ánægður með fyrstu tilraun mína. Tíminn leið. Kvöldið áður en ég þurfti að skila káputeikningunni, gerði ég hverja tilraunina á fætur annarri, en án árangurs. Á miðnætti gafst ég upp og gekk til hvílu. En samt gat ég ekki sofnað. Skyndilega sá ég mynd af Kristi lýsa á móti mér í náttmyrkrinu. Ég varð djúpt snortinn. Þegar þessi stórkost- lega sýn var horfin, teiknaði ég upp myndina sem ég hafði séð. Um morguninn lagaði ég hana lítið eitt til. Myndin varð í svart/hvítu. Hún komst í prent- un í tæka tíð. Seinna málaði ég myndina í olíulitum. Eftir það hefur hún verið prentuð í meira en 60 milljónum eintaka." Amerískur blaðamaður, sem átti viðtal við Warner Sallmann, byrjar grein sína á einni af hin- um mörgu athyglisverðu frá- sögnum sem tengjast myndinni. Það var barið að dyrum á heimili nokkru í Los Angeles. Konan sem bjó þar, var í kristn- um söfnuði í borginni. Hún vænti einmitt heimsóknar eins Frh. á bls. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.