Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 11
mat á barna og unglingaefni. — Þetta verkefni leit ég á sem mikla köllun, segir Lind. — Hér fengum við tækifæri á fundum með þáttagerðamönnum og framleiðendum að gagnrýna og ráðleggja þeim sem skyldu gera þætti fyrir ungu kynslóðina. Lind gegndi formannsembætti bæði hér og í KLF, og þetta starf varð góð kjölfesta fyrir þá fjöl- miðla sem hann átti seinna eftir að veita forstöðu. Sótti um leyfi fyrir útvarp og sjónvarp Síðan gerðist það 31. maí, 1981, að þingið samþykkti lög um staðbundnar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Hvítasunnu- söfnuðirnir Elim og Tabor ákváðu að senda umsókn bæði um útvarp og sjónvarp. — Við fengum einungis leyfi fyrir sjón- varpi, sem betur fer, segir Lind, og sér hann nú handleiðslu Guð í því. — Við sóttum um tveggja stunda útsendingu á viku. Nú eru þær 20. Sjónvarpsstarf okkar varð miklu meira en okkur grunaði nokkru sinni. Strax á fyrsta fundinum þar sem sjónvarpsmál voru rædd, spurðu menn hvort Lind gæti tekið að sér að stjórna starfinu. Fyrst var talað um ólaunað starf, en síðan kom TV-Inter inn í myndina og bauðst til að greiða laun Linds, til þess að starfið gæti hafist. — Alveg frá upphafi tók þetta verkefni allan tíma minn, og ég sagði upp öðrum störfum mín- um. Nú einbeiti ég mér að þrem- ur hlutum, segir Lind. Eitt er sjónvarpsstarfið, annað er þjón- usta mín sem öldungur í Elim, og þriðja er dálítil kennsla við biblíuskóla Elims. Það besta sem gerst hefur — Ég er heillaður af sjón- varpi, segir Lind. — Lútherskur prestur skrifaði okkur nýlega og lét þá skoðun í ljósi að KKR væri það besta sem gerst hefði í dönsku kirkjulífi síðustu tíu árin. Annar prestur sendi bréf þar sem stóð að hún undraðist fjölda þess fólks sem horfði á þættina okkar. — í samskiptum við fólk sem tengist fermingu, greftrunum, sálusorgun og o.fl. hitti ég fólk, sem hefur hrifist af þáttunum ykkar, skrifaði hún. Það að um þúsund manns snýr sér til ókkar mánaðarlega undir- strikar innihald þessara bréfa. Við höfum ekki hugmynd um þá útbreiðslu sem við höfum. Nýir söfnuðir — Hvaða þýðingu hefur stað- bundið sjónvarp haft fyrir dönsku Hvitasunnuhreyfing- una? — Söfnuðirnir okkar hafa breyst. Áður glöddumst við yfir því ef einn nýr kom á samkomu. Nú er um þriðjungur samkomu- gesta ný andlit. Margir frelsast, skírast og bætast í söfnuðina. Sjálfur bý ég í litlum nágranna- bæ Kaupmannahafnar. Einungis þar hafa tíu frelsast, sem er árangur sjónvarpsstarf okkar. Síðast en ekki síst hefur þetta sjónvarpsstarf gert dönsku Hvítasunnuhreyfinguna meira áberandi. Nú er tekið mark á okkur. Við eigunr t.d. aldrei í vandræðum með að fá ráðherra og stjórnmálaleiðtoga til að koma í umræðuþættina okkar. í næstu viku verður forsætisráð- herrann gestur okkar, segir Lind. — Hver er framtíð kristilegs sjónvarps iDanmörku? — Stærsta áskorunin sem við höfum fengið er sú að nú er komin opin sjónvarpsrás, TV 2, í Danmörku. Starfsemi hennar hefst 1. október, og áskilið er að hún skuli framleiða aðeins fréttaefnið sjálf. Annað efni á hún að fá frá öðrum framleið- endum. Þess vegna höfum við nú hafið framleiðslu á allmörg- um þáttum sem við vonumst til að geta selt til TV 2. Það er rás sem nær til alls landsins, og hún mun gera okkur kleift að ná til enn fleira fólks á stórkostlegan hátt. Á meðan höldum við áfram með staðbundna sjón- varpið okkar, og bíðum þess með eftirvæntingu að sjá hvort yfirvöldin munu samþykkja fjár- mögnun með auglýsingum. Það mun veita okkur nýja mögu- leika. Að leggja allt í hönd Guðs — Hver er þin persónulega reynsla afþessu fjölmiðlastarfi? — Það var erfitt í þyrjun. Við byrjuðum með tvær hendur tómar, og það var ný reynsla fyr- ir mig. Stundum velti ég vöng- unt yfir því hvernig þetta gæti gengið. En við þetta hef ég lært mikilvæga andlega lexíu. Ég hef séð að áætlun Guðs nær fram að ganga, hversu svart sem útlitið er. Þess vegna lærðum við að Frh. á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.