Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 25
Hvítasunnukirkjan í Cagnes-sur-Mer. — Getur þú sagt okkur meira frá bœnasamkomunum sem þið haldið snemma á morgnana? — Fólk mætir vel á bæna- stundir almennt. Fólki þykir gott að koma á bænasamkomur. M.a. biðjum við fyrir sjúkum til lækninga, og fólk skírist í Heilögum anda. Hvað morgun- bænirnar varðar, þá verður fólk að sækja þær af innri þörf, en ekki af skyldurækni. Til þess að koma á slíkum bænastundum er nóg að tveir eða þrír taki sig saman um að hittast til að þiðja á morgnana. Þá fer Heilagur andi að starfa, og ileiri þætast í hópinn. Þörfin fyrir bæn er mikil. Tíminn er stuttur og Jesús er að koma aftur. Það er mjög mikil- vægt að gera sér grein fyrir því. Þessi heimur er í hættulegri stöðu, og kirkjan verður að mæta þörf hans. Kirkjan sefurog heimurinn er að deyja. Margir í kirkju minni finna þetta í hjarta sínu, og finna þörfina fyrir að biðja fyrir þessu fólki. — Hvers vegna er betra að biðja á morgnana en á öðrum timum sólarhringsins? — Á morgnana er maður Á samkomu í kirkjunni. hreinn og óþreyttur, og á ekki í erfiðleikum vegna streitu. Þá er maður móttækilegri fyrir Heilagan anda. Á kvöldin er betra að hafa lofgjörðarstundir, það er gott að afloknum degi. Viðtal: Guórún Markúsdóttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.