Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 16
Byrjið daginn á bænastund! Auðunn Blöndal segirfrá Fyrir u.þ.b. tíu árum fór ég að vinna hjá Gunnari Ásgeirssyni, og langaði að standa mig vel. Þá voru um þrjú ár frá því að ég tók skírn, en ég var ekki ánægður með trúarlífið eins og það var hjá mér. Þá talaði ég við konu nokkra sem sagði mér frá því að hún byrjaði alltaf daginn á því að biðja. Sú kona hafði verið trúuð lengi og alltaf notið varð- veislu. Mér þótti skynsamlegt að taka slíka manneskju mér til fyr- irmyndar. Ég fór að ráðum hennar og ákvað að taka klukkutíma á hveijum morgni til bænar og ritningarlesturs. Til gamans not- aði ég skeiðklukku til að fylgjast með tímanum. Upp frá því fór trúarlíf mitt að taka miklum breytingum, og ég hætti að lenda í þeim ósigrum sem ég lenti í áður. Ég náði einnig góðum árangri í vinnunni, sem fólst í því að byggja upp hljómtækjadeild í fyrirtækinu. Velgengnina þakka ég þessum helgistundum. Ég fékk góðan vinnufélaga, Sigur- mund Einarsson, og við áttum frábærar stundir saman. Hann var frábær starfskraftur og góður sölumaður og okkur varð vel til vina þótt aldursmunurinn væri mikill. Ef salan var dræm seld- um við bara hvor öðrum! Þegar ég hætti hjá Gunnari Ásgeirssyni ákvað ég að halda þessum bænastundum áfram, því þær höfðu reynst mér svo vel. Ég ákvað að fara aldrei út úr húsi án þess að hafa bænastund. Ég fór að taka fimmtán mínútur á hnjánum í bæn, og syngja síð- an einhverja lofgjörðarkóra á eftir. Og ég hef aldrei bænastund án þess að hafa ritningarlestur líka. Ég dreg mannakorn, en les jafnframt Biblíuna skipulega í gegn, það er alveg nauðsynlegt. Á síðasta ári jók ég bænatímann í tuttugu minútur, og þá nota ég síðustu fimm mínúturnartil þess að þakka Guði fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Þessum bænastundum höfum við hjónin haldið áfram á hverj- um degi. Þær hafa forðað mér frá áfengisbölinu. Eftir að ég fór að biðja á morgnana hef ég aldrei bragðað vín né tóbak. Það var vandamál áður. Þegar ég var um 25 ára aldur var ástand mitt þannig að ég bjóst ekki við að ná þrítugsaldri. En nú er ég orðinn fimmtugur og harla ánægður með það. Mig langar að segja eina sögu frá því þegar við vorum á Ólafs- firði. Ég var að vinna við að saga niður tré, og mér fannst mikil- vægt að koma á réttum tíma í vinnuna. Ég fékk inni á þessu verkstæði til þess að saga niður viðarbúta, sem konan mín síðan notaði til að mála á. Einn morg- uninn var ég seinn fyrir og hélt ekki bænastundina eins lengi og ég var vanur, til þess að verða ekki of seinn. Þá gerðist það seinna um daginn þegar ég var að saga í hjólsöginni að einn kubburinn datt ofan á sagarblað- ið, kastaðist til og skall í höfuðið á mér, rétt fyrir ofan annað aug- að. Það var Guðs mildi að hann skyldi ekki fara í augað á mér. Þegar ég hringdi til að tilkynna konu minni slysið spurði hún fyrst af öllu: „Og hvað varstu búinn að saga marga?!“ Ekki var hún að vorkenna mér! En ég þurfti að fara til læknis og láta sauma sárið saman. Þetta slys kenndi ég því um að ég hélt ekki bænastundina mína til enda. Drottinn hefur varðveitt okkur þegar við höfum ferðast á bílnum um landið. Einu sinni vorum við að koma heim úr hringferð kringum landið og um leið við renndum í hlaðið brotn- aði stýrið. Ég lít á það sem varð- veislu Guðs að það skyldi gerast einmitt þarna, en ekki einhvers staðar í ferðinni þegar verr stóð á. Fyrir þremur árum áttum við í dálitlum vandræðum. Þá tók- um við upp á því að vakna klukkan fimm á morgnana og biðja allan tímann frá klukkan fimm til sjö. Þetta gerðum við í þrjá mánuði, og þá leystist mál- ið.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.