Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 17
w Óla og Auðunn Blöndal. Það er ekki nóg að hreinsast í skírninni, þótt skírnin sé stærsta stundin í lífi mínu. Bænin sem ég bað í gær nægir mér ekki í dag, rétt eins og ég þarf að borða í dag, þótt ég hafi borðað í gær. Mig langar að taka það sér- staklega fram að ef fólk er óánægt með trúarlíf sitt, þá er lausnin ekki sú að fara í annan söfnuð eða annað samfélag, eins og sumir gera. Ef vandi er á ein- um stað, þá kemur hann með þegar skipt er um söfnuð. Maður tekurgott eða vont með sér hvert sem maður fer. Þegar eitthvað gengur illa hjá manni er betra að reyna að taka upp aftur á sama stað, það sem maður missti nið- ur. Ég ráðlegg fólki eindregið að byrja daginn á bænastund. Það hefur hjálpað mér öll þessi ár. Konan mín biður með mér, og það er mjög gott að eiga trúaða konu sem stendur með manni. Þótt ég þurfi að vakna fyrr á morgnana til þess að biðja, er ég alls ekki þreyttari eða syfjaðri þegar líður á daginn, heldur þvert á móti miklu hressari. Bænaherferð um miðsumar Þann 15. júní kemur hingað til lands 15 til 20 manna hópur frá Norðurlöndunum, til þess að biðja með íslendingum fyrir verki Guðs á íslandi. Þessi hópur tilheyrir samtök- um sem vinna að því að biðja fyrir sameiginlegum málum Norðurlandanna, s.s. Norður- landaráði og öðru norrænu sam- starfi. Á síðustu árum liafa þau komið saman til norrænna sam- bænastunda, en þátttaka íslend- inga hefur hingað til verið lítil. Þess vegna hefur hópurinn ákveðið að koma nú og biðja með trúsystkinum á íslandi, því þau telja sameiningu allra trú- aðra, og sameiningu norrænna þjóða mikilvægan þátt í bæna- starfi sínu. Þeim er mjög umhugað um að biðja í Jesú nafni gegn hinum illu öflum sem liggja að baki ýmsum þeim fomeskjulegu hreyfingum sem nú flæða yfir Norðurlöndin, s.s. austurlenskri dulspeki, yoga, innhverfri íhug- un, ýmsum afbrigðum „New age“ hreyfingarinnar, ásatrú og hvers konar kukli. Hópurinn biður einnig fyrir trúboði og frumkvöðlum þess. Bænarefnin koma til með að tengjast stöðum og tímasetningu bænastundanna. Á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, á að biðja um blessun fyrir íslensku þjóðina. í Norræna húsinu á að biðja fyrir sameiningu norrænna þjóða og biðja Drottin að gefa okkur þekkingu til að greina á milli góðra og illra afla sem hafa áhrif á menningu okkar. Á Þingvöll- um verður hugsað um Drottin sem réttlátan löggjafa og náðar- ríkan dómara. Bænasamkomurnar kl. 9-12 á fimmtudag, 18. júní, föstudag, 19. og laugardag, 20. júní, eru opnar almenningi, en krefjast þess að menn hafi skilning á bæn og andlegri baráttu. Á kvöldsamkomum verður fræðsla um bæn og fyrirbæn og jafnframt verður beðið fyrir fólki. Stefnt er að því að hafa kvöldsamkomur á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnu- degi kl. 19. Hópurinn fer aftur 22. júní.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.