Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 20
Snorri Oskarsson Frá innanlandstrúboði Hvítasunnumanna Þegar Jesús Kristur kom til heimabæjar síns tóku menn ekki við boðskap hans. Þeir þekktu hann of vel. Seinna kom Jesús þar sem hann leyfði illu öndunum að fara í svínin. Þau hlupu fram af klettum og ofan í vatn þar sem þau drukkn- uðu. Þá kom fólkið úr nærliggjandi bæ og báðu hann að fara. Var Jesús of hættulegur? Hann kom til þorpsins þar sem samverska konan átti heima. Hann bauð henni vatn, lifandi vatn. Þegar íbúar þorpsins höfðu hlustað á Jesúm og reynt hans góða Orð báðu þeir hann um að vera og dveljast hjá þeim. Jesús kom til þeirra allra en fékk samt ekki áheyrn nema hjá sumum. Enn er þetta sama einkenni á krisniboðinu sumir taka á móti en aðrir vísa því frá. En áfram skal samt haldið og aftur leggjum við netin í vatnið. Innanlandstrúboðsnefndin leggur fram þrjú höfuðverkefni til að vinna að á þessu ári: 1. Carolyn og Indriði Kristjánsson munu fara ásamt öðrum til nokk- urra staða þar sem enginn Hvíta- sunnusöfnuður er, til þess að boða fagnaðarerindið og leggja drög að stofnun safnaða. í tengslum' við þetta verkefni munum við hafa samband við alla söfnuðina um bænaherferð fyrir þessu starfi. Jafn- framt halda þau áfram að heim- sækja söfnuðina til uppörvunar með samkomum og námskeiðum. 2. Herferðir verða í gangi á tíma- bilinu júní - júlí á Akureyri, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Inn í þær koma gestir frá Ameríku, 13 manna hópur frá Biblíuskóla Jimmy Swaggarts og Celebrant bingers. Gestirnir verða með í þess- um herferðum, en uppistaða þeirra verður samt þátttaka íslending- anna. Þú sem hefur áhuga á að gefa viku í trúboð, eða herferð í sumar, hafðu samband við forstöðumann þinn og gefðu þig fram. Okkur vantar fyrst og fremst þá sem eru lúsir til að þjóna, þá sem geta spilað og/eða sungið og mælt á enska tungu. Það er svo mikilvægt að við þor- um að gefa samlöndum okkar það sem við höfum reynt og upplifað í trúnni; fólk skilur betur sönnun anda og kraftar en gráar guðfræði- prédikanir. Það er breytta lífið og hinn breytti maður sem staðfestir verk Jesú Krists. „Fyrir það verðið þér og hólpnir, ef þér haldið fast við Orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrir- synju trúna tekið.“ (I. Kor. 15:2). 3. I haust verður námskeið um eft- irfylgdarstarf í tengslum við sjón- varpstrúboð. IT og Ljósið munu standa að þessu námskeiði og ætl- unin er að notast við efni frá Kanada, sjónvarpsstöðinni lOOHuntley Street. Þeir hafa góða reynslu í að byggja tipp eftirfylgdar- starf og þar hefur vinur okkar Keith Parks lagt fram snilli sína, svo við erum ekki að taka það sem enginn veit hvernig reynist. Guð hefur opnað okkur dyr að því besta sem völ er á til eftirfylgdar í boðun fagn- aðarerindisins. Höfurn það líka hugfast að sjónvarpstrúboð er ekki einn skemmtiþáttur í viðbót, held- ur ný leið með Jesú Krist að hjarta mannsins til þess að maðurinn glat- ist ekki heldur eigi tryggt eilíft líf í hinni nýju sköpun. A síðasta ári stóð Innanlandstrú- boðssjóður að fjármögnun 50 heim- sókna til safnaðanna á íslandi. Voru þessar tölur birtar á trúboða- fundunum í febrúar s.l. Er hægt annað en að gleðjast yfir sívaxandi starfi sjóðsins? Carolyn og Indriði Kristjánsson fóru til Kanada s.l. haust og tókum við þá Vörð Traustason á hálf laun til að reka erinda Innanlandstrú- boðsins. Söfnuðurinn á Akureyri sá um hinn hlutann. Nú í sumar verð- ur Vörður afleysingamaður hjá RLR á Akureyri, en við biðjum um það að efling starfsins verið slík að hann geti komið inn sem sendiboði Innanlandstrúboðs ásamt Indriða og Carolyn. Við í nefndinni þökk- um Verði störfin hans. Það er okkur gleðiefni að geta boðið Indriða og Carolyn aftur velkomin til starfa eftir langa og stranga kynningaferð um Kanada, > þar sem þau kynntu ísland og verk- efni sitt hér á Iandi. í farangrinum hafa þau eflaust eitthvað áhuga- vekjandi til safnaðanna varðandi ýmsa þætti starfsiqs. Við biðjum þeim blessunar í starfinu. Tökum þau ákveðið upp á ,,bænararmana“ þeim til halds og trausts. Innanlandstrúboðsnefndin hefur

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.