Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 10
Flugmaðurinn tók nýja stefnu Viðtal við Birger Lind Birger Lind, forstöðumaður sjónvarpsstöðvar Hvítasunnu- manna í Kaupmannahöfn, hafði vonast eftir framtíðarstarf'i sem flugmaður í flughernum. Þess í stað hafði Guð fyrirhugað hon- um embætti í miklu sjónvarps- starfi, sem kristnir leiðtogar í Danmörku álíta eitt af því besta sem gerst hefur í dönsku kristni- lífi síðustu tíu árin. Söfnuðirnir Elim og Tabor í Kaupmanna- höfn byrjuðu með tvo sjónvarps- þætti á viku. Nú sendir KKR 20 tíma á viku, hefur27 starfsmenn í fullu starfi og 70 sjálfboðaliða. Staðbundna sjónvarpið í Kaup- mannahöfn hefur valdið því að nú er einn þriðji hluti sam- komugesta í Hvítasunnusöfnuð- um borgarinnar ný andlit. í hverjum mánuði berast um eitt þúsund áhorfendabréf. — Sjón- varpið er stórkostlegt trúboðs- tæki, ef það starfar í náinni sam- vinnu við söfnuðina á staðnum. Við óskum ekki þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í Banda- ríkjunum, þar sem eru sérstakar sjónvarpskirkjur, segir Birger Lind. — A námsárum mínum var flug helsta áhugamál mitt, segir Birger Lind, sem ólst upp á kristnu heimili á Bornholm. — Ég tók próf úr flugskóla 17 ára, og gerði framtíðaráætlanir sem flugstjóri í flughernum. En í læknisskoðuninni miklu kom í ljós að ég hafði sjóngalla, sem kom í veg fyrir að ég gæti haldið áfram. Því fylgdi erfiðleikatíma- bil, bæði hvað varðaði sjálfs- ímynd mína og andleg mál, en Guð mætti mér, segir Lind. Og löngu áður en það varð að veru- leika, hafði Guð talað við hann um útvarp og sjónvarp. Leiðin þangað átti eftir að liggja um marga viðkomustaði. Tónlistarráðgjafi — Þegar draumurinn um flugherinn hafði runnið sitt skeið á enda, gerðist ég kennari á námskeiði Heimatrúboðsins. Þar lukust augu mín upp fyrir verðleikum annarra kristinna manna en Hvítasunnumanna. Ég er og vil alltaf vera Hvíta- sunnumaður, en á þessum tíma þroskaðist með mér virðing fyrir öðrum kristnum, sem ég met mikils, segir Lind. í skóla hafði hann tekið tónlist og líffræði sem aðalfög, og eftir ársnám í stjóm- un hóf hann starf sem tónlistar- ráðgjafi í Kaupmannahöfn. — Eitt af verkefnum mínum þar var að byggja upp tónlistar- skóla á vegum sveitarfélagsins, og reynslan af skólastjórninni kom mér að góðum notum þegar ég seinna fór í sjónvarpsstarfið. Um svipað leyti varð ég einnig öldungur í Elim, Kaupmanna- höfn, og kórstjóri í söfnuðinum. Um fimm ára skeið veitti ég Royal-útgáfufyrirtækinu for- stöðu. — Þú hefur fjölbreyttan bakgrunn? — Já, hann er hluti af per- sónuleika mínum. Margvísleg reynsla mín varð mér til mikillar hjálpar, þegar ég tók þátt í að byggja upp kristilega sjónvarps- stöð með nærri tvær hendur tómar. Fjölmiðlar koma inn í myndina — Hvenœr fórst þú að starfa með fjölmiðlum? — Það hófst árið 1970. Að- stoðarforstöðumaður safnaðar míns sendi mér auglýsingabækl- ing um mót fyrir ungt fólk, sem vildi taka þátt í að tryggja sess kristins efnis í danska útvarpinu. Umsjónarmaðurinn áleit að þetta væri eitthvað fyrir mig, og ég fór. KLF,'samtök kristinna áheyrenda, héldu mótið, og hugðust koma af stað unglinga- hreyfingu. Ég hreifst af þessu starfi. Ég hafði með gremju séð hvernig danska útvarpið braut niður margt af því sem kirkja og kristindómur byggði upp í landi okkar. Ég lét skrá mig, og tók síðan þátt í starfinu. í þessu starfi varð Birger Lind valinn í nefnd, sem heyrði undir útvarpsráð, og skyldi hún leggja

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.