Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 12
Jimmy Swaggart Að ná til þessarar kynslóðar Okkur hefur verið úthlutað því sem spámennina gat aðeins dreymt um. Verkfœrin eru mismunandi ... en áhrifamesta áróðurstœkið af öllum, það sem mun flytja „vitnisburðinn “ verður sjónvarpið. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggöina öllum þjóðunum til vitnisburðar. Ogþá mun end- irinn koma. (Matt. 24:14). í aug- um okkar virðist framtíð heims- ins æ vonlausari. Okkur er t.d. sagt að ein milljón stúlkna á táningsaldri hafi orðið barnshaf- andi í Bandaríkjunum á árinu 1986. Fjörutíu prósent unglinga í sjöunda bekk fikta við kynlíf. Næstum helmingur þjóða heimsins stendur í einhvers kon- arstríðsátökum. Á hverjum degi bætast við 250.000 manns á plánetu okkar, sem nú elur rétt rúmlega fimm miljarða manna, og um helm- ingur þeirra býr við þrældónt fé- lagshyggju-kommúnisma. Efnahagslega eru þjóðir Þriðja heimsins á hausnum. Til dæmis einn af hverjum tíu íbúum í Chile verður að vinna alla ævi aðeins til að borga vexti af skuld- um Chile. Ameríka hefur meira en 200 miljarða dollara fjárlaga- halla og árið 2000 (eða fyrr) verður misræmið nærri 1 trilljón dala, (sem er það sama og ríki þriðja heimsins skulda okkur). Utlitið ersvart. „Þá verður sú mikla þreng- ing. . Ljós punktur Það er Ijós punktur í allri þessari hræðilegu siðferðislegu, andlegu og efnahagslegu rotnun sem breiðist út um heiminn, og það er fagnaðarerindið um Drottin Jesú Krist. Um það og hina síðustu daga eru okkur gef- in nokkur loforð. í fyrsta lagi, sagði Drottinn að orð hans mundi verða prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðunum til vitnisburðar. „Þá,“ sagði hann, „mun endir- inn koma.“ Fyrir trúboða er þetta spennandi: Fagnaðarerind- ið mun verða boðað. Tuttugasti og fjórði kafli Matteusarguðspjalls er sagður vera einn af neikvæðustu köflum Biblíunnar. En samt, þrátt fyrir „hernaðinn og ófriðartíðindin,“ þrátt fyrir hina hræðilegu þreng- ingu, þá segir hann okkur að ekkert megi hindra boðun okkar á fagnaðarerindinu um Jesú Krist. Við verðum að sækja fram. Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok Flestir þeir sem leggja stund á Biblíurannsókn líta svo á að Matteus 24:34, þar sem talað er um „þessa kynslóð", merki það að kynslóðin sem verður uppi á tímum þessara rniklu hörmunga muni ekki líða undir lok fyrr en allir þessir hlutir eru komnir fram. En það hefur einnig aðra merkingu: Ekki er einungis talað um hörmungar, heldur líka um kynslóðina sem mun breiða út fagnaðarboðskapinn um Jesú Krist út um allan heiminn, og lætur Matteus 24:14 rætast. Sjónvarp og útvarp eru lykl- arnir. Og auðvitað, þegar um er að ræða mikinn fjölda fólks, þá er sjónvarpið vænlegast til árangurs. Nú eru atburðir að gerast, atburðir sem við verðum að veita athygli vegna þess að þeireru gífurlega mikilvægir. Fjármálin: Guð hefur blessað „líkama“ sinn, jafnt fjárhagslega sem andlega, meira en nokkru sinni áður í sögu kirkjunnar. Nú eru framkvæmdir á vegum kirkj- unnar nteiri en hún taldi nokkru sinni mögulegar. Samt verðum við að hafa þetta hugfast: Kirkj- an hefur ekki hlotið þessa bless- un einungis til stækkunar heima fyrir, ekki aðeins til að auka á mikilleik sinn, heldur einnig til þess að fjúirnagna útbreiðslu fagnaðarerindisins um allan heiminn. Ef við bregðumst, verður ef til vill engin önnur kynslóð til þess að vinna verkið. Hann sagði „þessi kynslóð.“ Verkamennirnir: Ég trúi því

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.