Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 21
Kvennamót í Skagafiröi í ár fengið annað útlit en var. Nú í ár situr Einar Gíslason í nefndinni sem fulltrúi safnaðarins í Kirkju- lækjarkoti. Bjóðum við hann vel- kominn og þökkum Hinriki fyrir samveruna og hans hlut. Fulltrú- arnir sem sitja eru Arnór Magnús- son (ísaf.), Einar Gíslason (Kirkjulk.), Halliði Kristinsson (Reykjav.), Snorri Óskarsson (Vestm.), og Vörður Traustason (Ak.). Að lokum þetta. Margir hafa löngun til að þjóna Kristi og vitna um hann. Það kemur fram í ýmsum myndum t.d. persónulegum vitnis- burði, trúfesti í samkomusókn, áhuga á málefni Jesú Krists. En tækifærin til að fara um landið til að boða fagnaðarerindið hafa kannski ekki gefist. Þá eiga menn það til að líta á sig sem „ónýta þjóna og misheppnaða lærisveina.“ En vertu hughraust(ur), þú átt nefnilega leið til að tala og prédika og efla það starf sem vinnur sálir fyrir Himininn. Hvað gætum við gert ef enginn veitti okkur fjár- stuðning? Hvernig fer safnaðarstarf ef enginn leggur til tíundina og fórnir sínar? Já, einmitt sú aðferð að veita okkur fjármagn er mikil og lifandi prédikun til mannanna að trúboðinn talar ekki einn, það eru hundruð trúaðra, sem vitna með honum í fjárstuðningnum, sem IT fær, peningunum sem byggja söfn- uðina upp og kalla á náðarregn frá Guði yfir okkar starf. Vertu með og náð Guðs færir okkur inn í kröf’tuga vakningu Heilags anda. f.h. Innanlandstrúboðsins Snorri Óskarsson, Betel, Vestmannaeyjum. Styrkur þinn til innanlandstrúboðs er vel þeginn. Framlög má senda með C-gíróseðli í öllum bönkum og pósthúsum, eða gegnum landsþjón- ustu sparisjóðanna merkt: Innanlandstrúboðssjóöur, Box 208, 602 Akureyri. Hlr. 17, Sparisj. Glæsibæjarhrepps. Bankanúmer: 17-26-1170. Helgina 22-.24. maí s.l. var haldið fyrsta kvennamótið innan Hvítasunnuhreyfingarinnar, að Löngumýri í Skagafirði. Var það að frumkvæði kvenna í Betel- söfnuðinum í Vestmannaeyjum, og höfðu þær yfirumsjón með skipulagningu mótsins. Þátttak- endur voru 51 og komu úr öllum landshlutum. Elín Pálsdóttir fékkst til að segja okkur örlítið frá mótinu. — Yfirskrift mótsins var: Hlutverk kvenna í söfnuðinum. Carolyn Kristjánsson hélt biblíulestur um þetta efni, og síðan voru hópumræður. Caro- lyn rannsakaði hlutverk kon- unnar bæði í Gamla og Nýja testamentinu, og kom margt athyglisvert í ljós um það hvernig Guð hefur notað konur. Niðurstöður umræðna voru í stuttu máli þessar. Konan er mikilvæg í söfnuðinum. Orð Guðs segir okkur að enginn munur sé á karli og konu hvað varðar þjónustu í ríki Guðs. Samkvæmt því getur konan gegnt hvaða hlutverki sem er. Mikilvægast er að við séum viljug að ganga inn í það hlut- verk sem Guð ætlar okkur. Guð vill nota okkur. Við erum limir á líkama Krists, og hver limur hefur sínu hlutverki að gegna. Þeir verða allir að gegna þjónustu sinni til þess að líkaminn geti starfað eðlilega. Bæði konur og karlar verða að vera næm á kall Guðs. Mótið var í alla staði mjög vel heppnað. Veður var frábært all- an tímann, svo mótsgestir gátu athafnað sig úti undir berum himni. Margrét Jónsdóttir, skólastjóri á Löngumýri, á þakkir skildar fyrir mjög góðar móttökur. Það var dásamlegt að setjast að mat- arborði, og þurfa ekkert fyrir því að hafa, og ganga svo inn í lof- gjörð til Guðs eða gera hvað annað sem hugur manns stóð til. Farið var í gönguferðir, sund og margt fleira sér til gamans gert. Haldnar voru lofgjörðarstundir með vitnisburðum, og skiptust konurá um stjórn þeirra. Allir þátttakendur fóru ánægðir heim, og ákveðið var að halda annað mót á sama tíma að ári, en þá undir skipulagningu kvenna á Akureyri. GM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.