Afturelding - 01.12.1987, Page 6

Afturelding - 01.12.1987, Page 6
HALTU AFRAM Judith Blowers: Ég vaknaði upp með andfæl- um þennan morgun við vind- hviðurnar sem gnauðuðu kröft- uglega fyrir utan herbergisglugg- ann minn. Ég gat heyrt að synir mínir tveir voru að búa sig til að bera út blöðin. Ég leit út. Snjórinn, sem spáð hafði verið á aðfangadag 1982, var þegar kominn, en stormur- inn virtist mun verri en reiknað hafði verið með. Á meðan ég hjálpaði strákun- um, Jeff 13 ára og Andy 11 ára að dúða sig, hvatti ég þá til þess að bera blöðin út eins fljótt og þeir gætu og drífa sig síðan heim. Um hálfsjö var Jeff kominn til baka, kaldur inn að beini. Eftir að hafa hjálpað honum úr blaut- um og köldum fötunum, sagði ég honum að skríða aftur upp í rúm og hlýja sér. Klukkan hálfátta var ég orðin óróleg. Stormurinn hafði aukist verulega mikið og snjórinn þyrl- aðist í allar áttir og ekkert sást til Andys. Ég hugsaði um Jason, vin Andys, sem aðstoðaði hann við að bera út blöðin. Hann bjó í aðeins 300 metra Ijarlægð. Ég hringdi í hvelli í móður Jasons. „Já, Andy var hér“ sagði hún. „Strákarnir komu heim blautir og kaldir. Ég þurrkaði þeim og gaf þeim heitt kakó að drekka, síðan sendi ég Andy heim. Það var fyrir u.þ.b. hálftíma síðan, Judy. Hann ætti að vera komin heim núna.“ í þeim svifum sem ég lagði tólið á heyrði ég í útvarpinu til- kynningu, þar sem varað var við veðurofsanum. Hitastigið svar- aði til -30 gráða á Celcíus ef vindhraðinn var tekinn með í dæmið, og síminn hjá öllum hjálparstofnununum var þegar orðinn rauðglóandi. Þegar hér var komið hafði ör- væntingin gripið mig. Ég vissi að ég yrði að fara út og reyna að leita að Andy, en fyrst varð ég að ná í bílinn minn, sem var niður- grafinn í snjóinn. Ég hljóp til þess að ná í skófiu

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.