Afturelding - 01.12.1987, Qupperneq 28

Afturelding - 01.12.1987, Qupperneq 28
Floyd McClung: Að leiða menn til Krists GUÐ ELSKAR OKKUR. Við erum dýrmæt í augum hans, við erum einhvers virði. Við er- um honum mikilvæg. Hann ber virðingu fyrir okkur, hann kem- ur til okkar fallinna og segir: „Eg elska þig.“ Mörgeigum við erfitt með að skilja þetta. Við erum svo full sektarkenndar og ótta að okkur finnst erfitt að trúa að Guði geti í raun og veru þótt vænt um okkur. Oft rennur upp ljós fyrir okk- ur þegar við förum að skilja að Jesús, sem Guð sendi sem tján- ingu ástar sinnar, skilur sárs- auka og átök okkar mannanna. Hann kom, hann yfirgaf heimkynni sín; hann yfirgaf tign- ina, dýrðina og fegurðina; hann yfirgaf náið samfélag við föður sinn. Hann afsalaði sér öllum guðlegum réttindum sínum eða eins og einn sagði — „Hann lagði guðleg forréttindi sín til hliðar og tók á sig þjónsmynd." Eg trúi því að við finnum lausn fyrir okkur sjálf og verðum fær um að leiða aðra til Krists, þegar við nálgumst fólk á sama hátt og Jesús gerði. Það getum við gert á þrjá vegu. Að samlagast I fyrsta lagi verðum við að læra að sitja við sama borð og fólkið. Drottinn talaði til Esekí- el spámanns, (Esekíel 3:15) og skipaði honum að fara og setjast þar sem fólkið sat. Á sama hátt kom Jesús til okkar. Hann talaði Aramísku og Hebresku. Jarð- neskur faðir hans dó þegar hann var unglingur og móðir hans hafði vafasamt mannorð vegna þess á hvern hátt Jesús var get- inn. Jesús fæddist í fjárhúsi, í jötu. Hann var vafinn reifum, svo þétt vafinn að hann gat ekki hreyft sig. Hugsið ykkur hvað skapari alheimsins hefur verið viðkvæm- ur, vafinn svo hann gat ekki hreyft sig. Hann kom sent mað- ur í veikleika, auðmýkt og sem þjónn. Við erum ekki of vond fyrir hann. Jesús sagði ekki við vini sína: „Komið upp í kirkjuna mína í himninum og þá fáið þið kannski að heyra gleðitíðindin." Hann kom til þeirra í hversdagslegum kringumstæðum lífs þeirra; þar sem þeir unnu, þar sem þeir borðuðu, þar sem þeir héldu há- tíð saman.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.