Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 34
28
það, hvar við menn getum fengið að vita um
Guð. Kristindómurinn kennir, að Guð sjálfur
verði að opinbera okkur sig, til þess að við
getum eignast þekking á honum, og að hann
hafi opinberað sig í orði sínu. Þar, og hvergi
nema þar, flytji Guð mönnunum þekkinguna á
sér. Orð sitt hafi hann lagt í munn spámönn-
um og postulum. Þeir hafi, eins og Ititningin
segir, verið honum munnur (Jes. 15, 19.). Og
orð sitt hafi Guð að lokum, á fullkominn hátt,
flutt mönnunum í Jesú Kristi. 1 honum hafi
Guð á fullkominn hátt kunngert oss »leyndar-
dóm vilja síns« (Ef. 1, 9.). Kristur er »speg-
ill föðurhjartans«, eins og Lúther orðar það.
Yilji hans er eitt með vilja föðurins. Þess vegna
er saga Jesú Krists sjálfs-opinberun Guðs á jörð-
inni. I honum varð orðið hold. Hann talar ekk;
aðeins orð Guðs, hann er orð Guðs. »Sá, sem
hefir séð mig, hefir séð föðurinn,« sagði Jesús
(Jóh. 14, 9.). Það, sem Jesús segir og gerir, er
loka-opinberun Guðs til mannanna. 1 honum býr
fylling guðdómsins líkamlega (Kol. 2, 9.). Hann
er sonurinn.
Og þessi opinberun Guðs, sem skeði á ákveðn-
um tímum, löngu liðnum, gegnum spámenn-
postula og Krist, hefir borist til okkar í Bib'"
líunni. 1 Biblíunni eigum við hana. Þess vegna
er Biblían okkur ekki aðeins veganesti, heldur
eina uppspretta guðsþekkingarinnar.