Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Qupperneq 35
29
Biblían öll. Því þrátt fyrir það, þó hún hafi
orðið til á mörgum öldum, og sé fljótt á litið
harla sundurleit, stendur Guð á bak við hana
alla og hún er ein heild. Leyfi ég mér að til-
færa hér orð Theodors Ellweins um þetta efni,
í nýrri þýzkri trúfræði, ritaðri fyrir leikmenn.
Hann segir svo: »Sá, sem athugar Biblíuna án
trúar, á erfitt með að sjá eininguna í henni.
Hann sér sundurleitar myndir, sem illa vilja
falla saman í eina heild. Kronikum ættartölum,
spádómum. heimspekilegum hugleiðingum, smá-
sögusöfnum, dagbókarskrifum, bréfum o. s. frv.
-— frá hér um bil 1200 ára tímabili, er safnao
saman í eina bók, án þess að hægt sé að sjá
samnefnarann, sem allt þetta gangi upp í. En
myndin breytist skyndilega, þegar við lesum
Biblíuna í »skóla Heilags Anda«. Þá uppgötvum
við, að einstakar bækur Biblíunnar standa í
nánu innra samhengi. Þær eru brot úr stórri
játningu, limir á sama líkama, ný og ný hlið á
sama efni. Menn Biblíunnar horfa eins og heill-
aðir allir í sömu átt og heyra allir sama orðið,
og þetta orð er: Jesús Kristur. Kristur er kon-
Ungur Ritningarinnar. Það er: upphaf, miðja og
endi, efni og takmark hennar. Móse og spá-
ttiennirnir, guðspjallamennirnir og postularnir
standa í kringum þennan hulda miðpunkt Biblí-
Unnar, ng bera vitni með uppréttum fingrum:
vVér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins Son-