Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 36
30
ar, frá Föður.« Þeir boðuðu allir konungsríki
Krists, sem við lifum nú í og allir Kriststrú-
aðir hafa hingað til lifað í og munu lifa í til
enda veraldar. (»Lúther«). Þannig Ellwein.
Annar maður hefir orðað þetta sama nýlega
þannig: »Kristur er allt innihald Biblíunnar.
Kristur er innhald allrar Biblíunnar.« Gamla-
og Nýja-testamentið er í sama sambandi hvert
við annað eins og' fyrirheit og fylling. Þau verða
að lesast í ljósi hvers annars til að skiljast. Þau
heyra óaðskiljanlega saman, þó Nýja testament-
ið sé hinu gamla fullkomnara, eins og Kristur er
spámönnunum meiri. Við þurfum alla Biblíuna
til að skilja allt Guðs ráð. Guðær á bak við hana
alla. 1 Biblíunni allri er Guðs orð.
Þetta hefir verið skýr játning lútherskra
manna frá upphafi og í Einingarreglunni er
þetta skýrt sett fram þar, sem svo er sagt:
»Við trúum, kennum og játum að eina reglan
og mælikvarðinn, sem allar kenningar og kenn-
arar skulu dæmdir eftir eru aðeins hin spá-
mannlegu og postullegu rit Gamla- og Nýjatesta-
mentisins.«
Þessi meginatriði kristindómsins, að Guðs orð
sé geymt í ritningunni, verðum við að vaka yfir
og halda fast við. Við verðum að halda fast
við það, að Guð tali við okkur þar, Guð sjálfur.
þegar við lesum hana í trú og biðjum um leið-
sögn Anda hans.