Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 37
31
Það er sannfæring mín, að í engu hafi kristn-
Um mönnum meir yfirsézt en í því hvernig þeir
á tímabili fóru með Biblíuna. Þeir leyfðu sér
að setja mannlegt hyggjuvit ofar henni og telja
skakkt það, sem þeim ekki féll, eða þeir skildu
ekki. Þar gat Biblían ekki fært þeim orð frá
Guði, er leiddi þá, heldur byggðu þeir í eigin
hyggjuviti. Og hættan í prédikunarstarfinu,
sem allt af er mikil, varð meiri, að prédikar-
arnir flyttu eigin skoðanir og hugmyndir en
ekki Guðs orð.
Einu sinni sagði ungur guðfræðikandidat,
danskur, svo ég heyrði, að í háskólanum hefði
Biblían sín verið tekin frá sér. »En,« sagði hann,
»ég vona að ég finni hana aftur þegar ég er
kominn út í starfið.« Biblían hefir verið vé-
fengd svo að margir hafa misst hana. Misst
trúna á hana sem Guðs orð. Það er lífsspurs-
mál að kirkjan finni Biblíuna aftur sem Guðs
orð.
Ekki á ég við það, að eigi beri að rannsaka
Biblíuna. Það er sjálfsagt. Sjálfsagt að nota
dll tæki, sem unt er til að rannsaka texta, sögu
og annað slíkt, til að fá, að vita allt sem réttast.
En ég á við hitt að við þurfum að lesa Biblíuna
eins og Karl Barth hinn þekkti þýzki guðfræð-
ingur, kveðst hafa lesið Rómverjabréfið, þegar
hann samdi skýringarrit sitt við það, sem nú
Of þekkt orðið. Hann segist hafa lesið Rómverja-