Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 38
32
bréfið í þeirri sannfæringu, að Páll hafi vitað
eitthvað um Guð, sem hann ekki vissi, en þyrfti
að vita. Þannig þurfum við öll að lesa Biblíuna.
í þeirri vissu að hún hafi að geyma þekkingu
á Guði, sem við ekki eigum, en þurfum að eiga.
Með öðrum orðum, hún flytji okkur Guðs orð,
sem við verðum að beygja okkur undir og láta
leiða okkur, en við megum aldrei setja okkur
yfir, né dæma neitt þar sem skakkar skoðanir
fyrri tíma manna af þeim ástæðum, að við ekki
skiljum það eða okkur fellur það ekki, eins og
svo mjög hefir tíðkast um stund. Þetta er þá
að mínum dómi, eitt meginatriði kristindómsins.
1 Biblíunni höfum við Guðs opinberaða orð.
Ég sný mér þá að því, sem er meginatriði
kenningar Guðs orðs um Guð.
1. Guðs orð kennir, að allt, sem til er fyrir
utan Guð, sé til fyrir sköpun hans. Guð sé »al-
máttugur skapari himins og jarðar.«
Hann hefur skapað allt af engu. Iiann er sá,
sem »lífgar hina dauðu og kallar það, sem ekki
er til, eins og það væri til,« segir Páll postuli
(Róm. 4, 17.). »Fyrir trú skiljum vér heimana
gerða vera með Guðs orði, á þann hátt að hið
sýnilega hefir ekki orðið til af því, sem séð
varð,« stendur í Hebrea-bréfinu (Hebr. 11, 3.)-
»Hann talaði og það varð, hann bauð og þá
stóð það þar.« (Sálm. 33, 9.).