Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 39
33
Af engri knýjandi nauðsyn heldur eingöngu
af djúpum kærleika skapaði Guð og skapar á
hverju augnabliki. Guð stendur sjálfur fyrir ut-
an hið skapaða. En aðeins fyrir sífelt starfandi
sköpunarmátt hans er allt til. Aðeins fyrir sí-
fellt skapandi almættiskraft hans lifi ég og þú
og hver einstaklingur á hverju augnabliki. »1
honum hrærumst, lifum og erum vér.« (Post.s.
17, 28.).
Guð skapaði mennina til samfélags við sig.
»Eg er Drottinn Guð þinn,« sagði Guð við menn-
ina. »Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig«
(2. Mós. 20, 2.—3.). 1 þessum orðum er tilgangi
Guðs með okkur menn bezt lýst. I þessu, að Guð
einn bjóði og ráði yfir þeim og þeir lúti honum
einum og vilja hans, voru möguleikar manna
fólgnir og mikilleiki.
2. En nú kem ég að því atriði í kenningu
kristindómsins, sem mönnunum gengur erfiðast
að tileinka sér, viðurkenna að vera sannleika.
Mennirnir hafa, frá því fyrst voru menn á jörð-
unni, staðið gegn Guði skapara sínum, þeir féllu,
þeir syndguðu. Með því er átt við það, að þeii
vildu ekki viðurkenna Guð sem hinn eina., er
skyldi ráða og þeir setja allt sitt traust á. Þeir
vildu ráða sjálfir og bjarga sér sjálfir. Þeir
fóru að hugsa, vilja og framkvæma fram hjá
Guði, það er, án þess að spyrja um hann, eða
gagnstætt honum. Þetta er mjög vel sýnt í Biblí-
3