Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 40
34
unni, í syndafallssögu okkar fyrstu foreldra.
Syndin er þannig ekki ófullkomleiki, vöntun eða
veikleiki mannlegs eðlis beldur »frá.hvarf alls
mannsins frá Guði skapara sínum og herra,«
eins og þekktur maður hefir orðað þetta nýlega.
Og þetta fráhvarf frá Guði, syndin, telur Biblí-
an vera mjög alvarlegt.
Fyrir fall mannsins falla nú allir einstakl-
ingar, syndga allir. Maðurinn getur ekki aftur-
kallað það spor, sem stigið var í frumfallinu.
Það eru örlög hans að verða syndari. »Því að
allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.« (Róm.
3. 23.). Fyrir syndina er dauðinn kominn inn í
mannlífið. »Þess vegna, eins og syndin kom inn
í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir
syndina og dauðinn þannig er runninn til allra
manna. Því allir menn hafa syndgað (Róm. 5,
12.). Vegna syndarinnar ríkir dauðinn nú yfir
okkur mönnunum.
Vegna syndarinnar kom boð Guðs til okkar
mannanna, sem utan að komandi skipanir, lög-
mál kallar Biblían það. Lögmálið kom, segir
Ritningin, »til þess að misgerðin „ykist« (Róm. 5,
20.), það er, menn sykkju dýpra í syndinni,
að byggja traust sitt á sér. I trausti til góðrar
breytni sinnar, í samræmi við boð Guðs, fyll-
ast mennirnir enn þá meiri hroka og sjálfbyrg-
ingsskap, byggja á eigin góðleik og þroska, því
sem Jesús kallar »súrdeig Fariseanna«. En