Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 41
35
sá, sem gengur þennan veg á enda, endar
þó allt af í örvæntingu. Sá, sem tekur boð Guðs
í samvizku alvarlega, endar alltaf með að sjá,
að hann getur viljað hið góða, en aldrei gert
það. Angistin fellur yfir sál hans. Angist glöt-
unarinnar. Hann finnur reiði Guðs hvíla yfir
sér.
Pannig varðveitir Guð sjálfan sig sem Guð,
gagnvart uppreisn mannanna. Hann lætur hið
stigna spor uppreisnarinnar verða óaftakanlegt.
Hann lætur boð sín hvíla yfir mönnunum —
og dæma þá. Og hann leyfir þeim að ganga
braut sína á. enda, verða það, sem þeir vilja,
þeir sjálfir, deyja.
Það er sérstaklega nauðsynlegt fyrir okkur
kristna menn nútímans, að vera á verði til að
varðveita kenning Ritningarinnar um syndina
í allri sinni alvöru. Því hvergi ræðst heimur-
inn inn í kristna kenning meir en hér. Fram-
þróun er heróp nútímans. Og’ framþróunarkenn-
inguna vill hann líka láta ná til syndarinnar
og eilífs lífs. Syndin er ófullkomnun, segja
menn þó og fyrir vaxandi fullkomnun sína mun
maðurinn að lokum komast til alsælulífs. Gagn-
vart öllum slíkum kenningum verðum við með
fyllstu alvöru að halda fram kenningu Biblí-
unnar, að synd sé fráfall mannsins frá Guði,
uppreisn gegn honum, að »laun syndarinnar er
dauði« (Róm. 6, 23.), tímanlegur og eilífur
3*