Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 42
36
dauði, glötun, og' að enginn mannlegur mátt-
ur getur frelsað okkur undan þeim afleiðing-
um synda okkar. Engin leið er mannlegwni
mætti fær frá synd til eilífs lífs. Maðurinn
getur ekki hjálpað sér sjálfur.
3. En þegar þessi skilningur er fenginn, verð-
ur spurningin, sem allir dauðlegir þekkja,
brennandi: Er þá nokkra hjálp að fá?
Já! Það er hinn einstæði boðskapur fagn-
aðarerindisins, að Guð frelsi synduga menn.
Svo heitt elski Guð mennina, að í Jesú Kristi
hafi hann komið til mannanna til að frelsa
þá, rutt burt öllum hindrunum, sem voru
í vegi fyrir hjálp hans til þeirra. f Jesú Kristi
hafi hann friðþægt fyrir syndir mannanna.
Borið syndina og afleiðingar hennar, svo að
hann gæti verið með þeim og gefið þeim fyrir-
gefning og eilíft líf, án þess að víkja frá heilag-
leika sínum og alræði vilja síns. I dauða Jesú
Krists á krossinum hafi Guð fullkomnað frið-
þægingarverkið. »Það var Guð, sem í Kristi
sætti heiminn við sig« (2. Kor. 5, 19.). »Svo
elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3, 16.).
Þannig talar Biblían.
Og nú er okkur, fyrir Krists sakir, boðin
fyrirgefning og réttlæting, nú þegar. Guð segir
við okkur, eins og ágætur maður hefir orðað