Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 44
38
1, Trúin er í biblíunni talin ófráivíkjanlegt
skilyrði frá okkar hendi fyrir því að hjálpræði
Krists verði okkar hjálpræði. Trúin á ICrist
hinn krossfesta. »Sá sem trúir á soninn hefur
eilíft líf, en sá, sem óhlýðnast syninum, skal ekki
sjá lífið, heldur varir reiði Guðs’ yfir honum.«
(Jóh. 3, 36). »Ef þú trúir ekki þá átt þú ekki«
sagði Lúther.
Oft hefur verið lmeykslast á þessari kenningu
Biblíunnar, að trúin sé skilyrði náðargjafa fyr-
irgefningar og eilífs lífs. En slíkt er á miklum
misskilningi byggt.
Lúther ^kilgreinir trúna sem traust, það er,
við gefum okkur skilyrðislaust á vald Guðs, viss
um að Guð einn getur hjálpað og hann vill
hjálpa. Eða trúin er nánar skilgreind, eins og
Ellwein skilgreinir hana: »Vitandi og viljandi
viðurkenning á guðdómi Guðs, hin hlýðnisfúsa,
traustfyllta, skilyrðislausa, frjálsa undirgefni
undir hans náðuga og g'óða vilja. Hún beygir
mannsviljann inn til innstu róta hans, undir
guðsviljann og reisir konungsvald Guðs yfir
manninum.« Trúin er viðurkenning í því, að Guð,
Guð einn, ræður, hann einn getur frelsað. I
trúnni játum við Guð vera. Guð. Aðeins í henni.
Þessvegna réttlætumst við, hljótum fyrirgefn-
ing og gjöf eilífs lífs, fyrir trúna eina.
2. Enginn maður getur tekið trúna á Krist
sjálfur. Hún er líka náðargjöf. Náttúrlegum