Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 45
39
manni er kross Drottins Krists hneiksli eða
heimska eða hvortveggja. Hver sem á einhverja
Kriststrú mun fúslega játa: Það er mesta und-
ur lífs míns, að augu mín opnuðust og ég fann
Krist, það var ekki mér að þakka heldur gjöf
Guðs. Hann veit að það er rétt, sem Lúther
sagði: »Trúin er Guðs verk, hann vekur hana
sjálfur í hjörtum vorum, en hún er ekki verk
okkar eigin eðlis.« Það er Guð Heilagur Andi,
sem gefur mönnunum trú. En það, sem við get-
um gert til þess, að Andinn fái að verka í okk-
ur, er að lesa og hlusta á Guðs orð og biðja,
hhista og biðja.
3. Mér þykir líklegt, að einhver sakni þess
að ég hefi ekki neitt talað beint um breytnina,
sem meginatriði kristindómsins. Öbeinlínis hefi
ég alltaf verið að tala um hana. Ekkert er gott
nema Guðs vilji, ekkert er góð breytni nema
breytni að vilja hans. Og hvað annað skyldi
Guð vilja með komu sinni í Kristi en að gera
að veruleik fyrsta boð sitt til mannanna: »Bg
er Drottinn Guð þinn......Þú skalt ekki hafa
aðra Guði en mig.«
7 trúnni á Krist er vald Guðs reist yfir olck-
ar lífi.
Sönn Kriststrú skapar hlýðni við Guð. Emii
Brunner, þýzki guðfræðingurinn þekkti, setur
þetta á oddinn er hann segir: »Ekkert, bókstaf-
lega, ekkert annað en hlýðni getur verið átt