Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 51
45
Þeim til hinnar lifandi uppsprettu allrar sannr-
ar hamingju og fegurðar, til Jesú Krists.
Konungur lífsins kemur hér tíl sala,
kveður til fylgdar börnin jarðardala.
Undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann,
Frelsari er hann.
Alvœpni Guðs hann æskumönnum gefur,
eðalstein lífsins hann á skjöldinn grefur;
skeyti þá engin skaða mega vinna,
skjól er hann sinna.
Þannig hefir séra Friðrik boðað æskunni
Jesúm Krist, bæði í ræðu og riti og þróttmikl-
Um ljóðum.
Margir eru þeir unglingar, sem fyrir starf
hans hafa fundið Frelsara sinn og tekið á móti
hjálpræði Guðs, er með tilbeiðslu og fögnuði
hafa horft inn í auglit Jesú og sagt:
0 þíi, sem elskar æsku mma,
og yfir hana lœtur skína
þitt auglit bjart, lát aldrei dvína
þá ást, sem leiðir, annast mig
um æfi minnar stig.
ö þú, sem leiðir lífsins strauma,
ég legg í hönd þér viljans tauma
og alla mina æskudrauma.
fíg hlusta í djúpri þögn á þig,
er þú vilt fræða mig;