Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 52
46
Séra Friðrik stofnaði Kristilegt félag ungra
manna í Reykjavík 2. jan. 1899. Síðan hefir
félagið vaxið og þroskast undir stjórn hans,
frá því að vera lítill hópur fermingardrengja,
þar til nú að vera fjölmennt félag í Reykja-
vík og fleiri .stöðum á landinu, og hefir á þessu
tímabili haft eilífðarþýðingu fyrir marga æsku-
menn.
Sama ár (1899) 29. apríl stofnaði séra Frið-
rik einnig K. F. U. K. (Kristilegt félag ungra
kvenna) það félag hefur dafnað ár frá ári og
orðið mörgum til blessunar.
Allan þennan tíma hefur séra Friðrik starf-
að fyrir æskulýðinn; fátækur að fé en ríkur að
menntun og andans auði, neitað sjálfum sér
um næði og þægindi en þjónað sínum ungu
bræðrum, miðlað af andans auði sínum og auðg-
að marga.
Hann hefir ferðast víða bæði um Evrópu og
Ameríku, og allt af, hvar sem hann hefir dvalið,
hefur hann verið sí auðugur í verki Drottins. En
aðallega er það íslenzkur æskulýður sem hef-
ir notið starfsorku hans.
Hann er nú 65 ára gamall, en enn þá er
hann hinn óþreytandi starfsmaður, er ann sér
engrar hvíldar; ennþá á hann æskufjör og æsku-
gleði. Kjörorð hans er:
Þér munuð með fógnuði vatn ausa úr lind-
um hjálpræðisins. (Jes. 12, 3).