Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 54
48
og voru miklar vonir við hann tengdar. Hafa
þær heldur ekki til skammar orðið, þótt þær
hafi rætzt a. nokkuð annan hátt en menn bjugg-
ust við.
Að loknu námi sigldi hann til Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar fyrir áeggjan og tilstyrk
dr. Jóns Helgasonar, þess kennara síns við
prestaskólann, sem honum var kærastur. Fé til
fararinnar hafði hann ekki nema 240 krónur,
sem móðir hans útvegaði honum að láni, því
að faðir hans var látinn. Að sjálfsögðu var
hann með tilliti til Biblíukrítíkarinnar læri-
sveinn Jóns Helgasonar. En þær skoðanir tel-
ur hann, að tveir fylgismenn þeirra hafi upp-
rætt með öllu, þeir próf. Michelett frá Osló og
próf. Stave frá Uppsölum, er héldu fyrirlestra
um þessi mál á stúdentafundi í Leckö, og eins
og kunnugt er hefur hann aldrei verið við þá
kreddu kenndur.
Framan af vetri var hann heimiliskennari
hjá sr. H. P. Bjarnesen á Jótlandi og tók
þar þátt í allskonar frjálsri safnaðarstarfsemi.
Tvennt var það, sern sérstaklega vakti athygli
hans þar. Annað var það, að sjá sveitafólk
vera til altaris á hverjum sunnudegi, en hitt,
að heyra bæði gesti prestsins og fólk á, manna-
mótum tala um trúarvissu. Þá vaknaði hjá hon-
um spurningin: »Hversvegna á ég ekki þessa
trúarvissu, sem fólkið talar um?« Og hann