Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 55
49
spurði sjálfan sig, hvort þetta mundi ekki vera
túrarvilla eða kredda. Kom honum þá í hug
greinin í Helgakveri: »Séum vér réttlættir orðn-
ir af Guðs náð fyrir trúna, ber Heilagur Andí
vitni um það hjá oss með sæluríkum friði hjart-
ans, rósamri undirgefni undir Guðs vilja og
gleðiríkri fullvissu um, að vér séum Guðs börn
og samarfar Krists.« sbr. Róm 8, 16. 17. Og
hann var sannfærður um, að Helgi Hálfdánar-
son hafði ekki dregið neina trúarvillu út úr
orðum Páls. Var nú mikil barátta í huga hans.
Honum var það ljóst, að ef hann öðlaðist tru-
arvissu þessa, þá bæri sér skylda til að vitna
um hana, en af því hlyti að leiða marghátt-
aðan misskilning og andúð manna. Hins vegar
var hégómagirndin, sem stöðugt minntu hann á
ýms hrósyrði, er hann hafði fengið, eins og t. d.
þegar Björn Jónsson sagði í Isafold, að hann
væri meðal efnilegustu kandiata. Honum þótti
erfitt að varpa frá sér hrósi manna og taka
í staðinn á sig vanvirðu Krists. Þessi barátta
stóð um hríð. En þá bar svo við, að prestar héldu
samkomu mikla í kornhlöðu á sóknamótum. Með-
an einn þeirra var að tala þar, varð Sigurbjörn
gagntekinn af þessari hugsun: Kosti það, hvað
sem það kosta má. Ég skal segja sannleikann,
þegar heirn til Islands kemur. Við þá stund mið-
ar hann sína trúarvissu.
Kenndi hann fram í marz um veturinn. Eftir
4