Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 57
51
skóla á Islandi; en hann hafnaði því einnig,
vegna þess að hann taldi sig kallaðan til að
starfa á annan hátt.
Haustið 1901 kom hann heim til Islands og
hóf starfsemi sína. öll þau ár, sem síðan eru
liðin, hafa verið óslitin starfsár. Að vísu hefir
hann ekki getað með öllu óskiftur unnið að
kristindómsmálum, þv; að hann hafði lengi
þungt heimili, en trúmálastarfsemi er ekki fjár-
vænleg, svo sem kunnugt er. En þó hann hafi
orðið að verja allmiklu af kröftum sínum til
þess að vinna fyrir þungu heimili, hefir hann
verið svo aíkastamikill á trúmálasviðinu, að
það er fyrst og fremst fyrir það starf, sem
hann er kunnur hverju mannsbarni á Islandi.
> Hér er ekki rúm til að telja upp allt það,
sem hann hefir starfað að, enda er 'lítil upp-
bygging í slíkum upptalningum. Pó skal getið
nokkurra hinna helztu starfa, sem hann hefir
ýmist verið upphafsmaður að, eða aðal styrkt-
armaður.
Er þá fyrst að geta prédikunarstarfsemi hans,
sem hófst haustið 1901. Veturinn 1901—2 pré-
dikaði hann annanhvern sunnudag síðdegis í
Dómkirkjunni. Síðari hluta þess vetrar hélt
hann einnig samkomur í Góðtemplarahúsinu í
félagi við þau síra Friðrik Friðriksson og ölafíu
Jóhannsdóttur. Það mun og hafa verið um þétta
feyti, sem þau stofnuðu félagsskap, sem nefnd-
4*