Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 58
52
ist »Vörðurinn«. Starfaði hann á þann hátt,
að meðlimir hans skiftust á um að halda vörð
við illræmda drykkjukrá í bænum. Leituðust
varðmenn þessir við. að aftra mönnum inngöngu
með fortölum. Þetta starf vakti hina mestu at-
hyg'li, og bar þann árangur, að kránni var lok-
að. — Næsta sumar ferðaðist hann um landið,
prédikaði, útbreiddi kristilegar bækur og heim-
sótti fjölda presta. Bókakostur presta í þá daga
var mjög lítill, og víðast hvar ekki annar, en
margúreltar guðfræðibækur og erlendar post-
illur. Vann S. Á. G. hið mesta þarfaverk með
því að vekja athygli presta á samtímabókmennt-
um um guðfræðileg efni. Hefir hann útvegað
fjölda slíkra bóka, bæði lærðum og' leikum,
enda mun óhætt að fullyrða, að enginn hér-
lendra manna hafi jafn mörg sambönd og' hann
við slíkar bókaútgáfur víðsvegar um lönd. Sú
starfsemi hans útaf fyrir sig, er meira virði,
einkum þó á fyrri árum, heldur en menn grun-
ar í fljótu bragði.
Þetta sumar kvæntist hann Guðrúnu Lárus-
dóttur, prests Halldórssonar, sem reynzt hefir
honum hin. bezta stoð í öllu starfi hans, og löngu
er orðin þjóðkunn kona fyrir ritstörf sín og
fleira.
Mikilli andúð mætti starf hans, og rættist
að því leyti það sem Hallgrímur biskup Sveins-
son hafði fyrir sagt. Má margt fáránlegt um