Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 59
53
það lesa í blöðum frá þeim tíma. Hvarvetna
mætti hann hinni mestu gestrisni, en mjög
óvíða skilning'i á starfinu. Einkum hneykslaði
það fólk, að hann talaði um trúarvissu. Þótti
sumum það ganga guðlasti næst. Sem eitt dæmi
þess misskilning's, sem hann mætti, má nefna
ummæli eins þjóðkunns ágætis-manns á safn-
aðarfundi í Dómkirkjunni. Var hann að and-
mrela. því, að Sigurbirni væri leyft að prédika
þar, og hélt því fram, að hann boðaði »ólútherska
trúarvillu«. Máli sínu til sönnunar sagði hann
eftirfarandi: »Eg heimsótti nýlega gamlan vin
minn í Kaupmannahöfn, sem var þá nýgenginn
í heimatrúboðið og mjög breittur orðinn. Fyrst
bað hann borðbæn, sem hann hafði aldrei fyrri
gert, og þegar við höfðum matast, fór hann að
tala við mig um trúmál. Og vitið þið hvað hann
sagði? Hann sagði, að enginn gæti séð Guðs-
ríki, nema hann endurfæddist. Á því heyrði ég
að þetta er trúarvilla.« Margt þessu líkt mætti
til færa. Endirinn á prédikunarstarfsemi hans
í Dómkirkjunni varð sá, að amtmaður neitaði
að kirkjusjóður greiddi ljós og hita við guðs-
þjónustur hans, þvert á móti tillögum biskups.
Ekki var það þó svo, að hvergi mætti hann
skilningi né sæi engan árangur starfa sinna.
T. d. sagði gamall prestur við hann að skiln-
aði: »Ef heimatrúboðið er svona, er það vel-
komið til mín.« — Það bar við í Hóladómkirkju,