Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 62
56
nema Hornstrandir, Austur-Skaftafellssýslu og
hluta af Suður-Múlasýslu, og prédikað í 85 ísl.
kirkjum.
Öteljandi eru þeir einstaklingar, sem hann
hefir greitt fyrir á einn og annan hátt, sérstak-
lega eru margir þeir í þakkarskuld við hann,
er utan hafa farið, fyrir leiðbeiningar hans og
síárvakra hjálpfýsi.
Eins og sjá má af framansögðu, er honum
lánað geysimikið starfsþrek. Það er öllum kunn-
ugt, sem til hans þekkja, að þrátt fýrir hin
geysimörgu störf sem á honum hvíla, virðist
hann hafa ótakmarkaðan tíma til að sinna
þeim, er til hans leita í hinum ólíkustu erind-
um, og leysa vandamál þeirra. Naumast mun
til vera nokkurt svið íslenzkra kirkjumála, sem
hann hefir ekki að meira eða minna leyti starf-
að við. Enda þykir hvergi fullskipað við slík
störf, nema hann sé við þau riðinn. Byggist
það einkum á hinum frábæra dugnaði hans,
starfsorku og mikilli reynzlu. Má óefað telja
hann afkastamesta starfsmann kirkjunnar um
undanfarna áratugi.
Fjögur prestaköll hefir hann sótt um, en ekk-
ert þeirra hlotið. Enginn efi er á því, að hann
hefði orðið mjög nýtur maður í prestsstöðu, en
hitt er jafn víst, að í þeirri stöðu hefði hann
aldrei getað afkastað jafn fjölbreyttu lífsstarfi,
sem raun er á. Hann er fyrsti kirkjulegi leik-