Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Qupperneq 64
58
George Williams.
Allir Islendingar þekkja K. F. U. M.
Kristilegt félag ungra manna. En margir vita
lítið um stofnanda þessa merka félagsskapar.
sem hefir farið sigurför um víða veröld.
Hann hét George Williams, var Englending-
ur og ól mestan aldur sinn í London. Hann
fæddist 11. okt. 1821 í greifadæminu Somerset
í Englandi. Áttu foreldrar hans þar dálítinn
búgarð, en það var fremur þröngt í búi, svo
að George vandist því snemma að taka til hend-
inni. Hann átti sjö bræður, og var sjálfm'
þeirra yngstur. Fannst eldri bræðrum hans svo
lítið til um vinnubrögð hans við búskapinn, nö
það var ákveðið að útvega honum einhverjn
aðra atvinnu. Og var þá það ráð tekið, að komí1
honum í verzlun.
Árið 1836 komst hann að sem lærlingur 1
vefnaðarvöruverzlun í Bridgewater. Það vai
stærsta vefnaðarvöruverzlunin í borginni, og
störfuðu við hana 27 verzlunarþjónar, sem alh
bjuggu hjá kaupmanninum, svo sem þá va\
siður. Hafði það fyrirkomulag í sér fólgið
miklar hættur og einnig ýmsa kosti, svo seu
skiljanlegt er. Félagsskapurinn og andrúmslo
ið yfirleitt var afleitt. Kjör hinna ungu verz
unarmanna voru mjög bág, engar tómstun 1
nema síðkvöldin, þegar búið var að loka o
59
nema knæpunum. Þetta gat því naumast talizt
heppilegur dvalarstaður fyrir ungan mann, sem
átti að verða kristilegur leiðtogi. Og þó_hver
veit? Það datt heldur engum í hug þá, að George
Williams ætti að verða það, sízt honum sjálfum.
Hann sagði síðar, að hann hefði »komið til
Bridgewater sem kærulaus, hugsunarlaus, guð-
laus, síblótandi unglingur.« En það var einmitt
á þessum óholla dvalarstað, að G. Williams
mætti Frelsara sínum.
Tveir af félögum hans voru trúaðir, og vakti
framkoma þeirra athygli og aðdáun George,
einkum þó það, að þeir skyldu aldrei krydda
tal sitt með blótsyrðum. Vafalaust hafa áhrif-
in frá þessum yfirlætislausu vitnum Krists
stuðlað mjög að því, að George tók að »hungra
«g þyrsta eftir réttlætinu.«
Veturinn 1837 tók George sinnaskiftum. Það
var prédikari þar í borginni, sem hafði náð tals-
verðum tökum á æskulýðnum, og þangað fór
George oft. Prédikari þessi var að öðru leyti
enginn sérstakur mælskumaður eða andans
nnkilmenni. En hann var hið útvalda verkfæri
1 höndum Guðs til að vekja George Williams
til afturhvarfs. Það var sunnudagskvöld eitt
*nn umrædda vetur, er hann var við guðsþjón-
ustu hjá prédikara þessum, að hann fann, að
var úrskurðarstundin runnin upp, nú varð