Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 66
60
hann að kjósa um, hvort hann vildi eignast
eilíft líf eða hafna því.
»Eg sá fyrir mér vegina tvo,« segir hann,
»veginn niður á við og veginn upp á við. Éf?
tók að hugleiða þetta og sagði við sjálfan mig-
ef ég held áfram á þessum vegi, sem liggur nið-
ur á við, hvar lendi ég þá, hver verður endirinn,
hvað verður um mig? Eg sá að á þessum vegi
mundi ég að lokum lenda hjá djöflinum og engl-
um hans um alla eilífð. Og ég spurði: get ég
sloppið? Er nokkur bjargar von? Mér var sagt,
hvernig ég gæti frelsast: játaðu syndir þínar,
meðtak þú Krist, treystu honum, opna þú hjarta
þitt fyrir Frelsara þínum!«
Eftir guðsþjónustuna flýtti hann sér heiro,'
fór rakleitt inn í litla hliðarkompu í búðinni,
þar sem hann gat verið í ró og næði, krauy
þar á kné og gaf Guði hjarta sitt. »Guð hjálp-
aði mér til þess að gefast sér alveg. Eg get ekk>
lýst fyrir þér þeirri gleði og þeim friði, sero
gagntók sál mína, þegar ég sá það í fyrsta
sinn, að Drottinn Jesús hafði dáið fyrir synd-
ir mínar, og að þær voru allar fyrirgefnar.^
Á þessari afturhvarfsstund eignaðist George
Williams örugt trúarlíf, órjúfandi samfélag við
Frelsara sinn, sem hélzt alla æfi upp frá Þvl- |
Hann var ávalt barnslegur og hispurslaus 1
trú sinni, hafði óbilandi trú á takmarkalaus-
um mætti bænarinnar, enda notfærði hann ser