Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 68
62
vega honum stöðu í þessari stóru verzlun, sem
hafði um 140 verzlunarmenn í þjónustu sinni.
Hitchcock stjórnaði verzluninni, og er þeir bræð-
ur báru upp erindi sitt fannst honum lítið til
um George — fannst hann allt of lítill og per-
visinn, til þess að hann gæti tekið hann í þjón-
ustu sína. En fyrir fortölur bróður George’s
féllst hann að lokum á það að athuga málið
til næsta dags. George kom svo morguninn eftir
skjálfandi á beinunum inn á skrifstofu þessa
volduga manns, sem hafði gæfu hans í hendi
sér — og fékk stöðuna. Það var nú reyndar
engin tignarstaða, sem hann fékk í fyrstu. En
með trúmennsku og dugnaði vann hann sér
brátt hylli bæði starfsbræðra sinna og viðskifta-
mannanna, og árið 1843 var hann gerður að
eftirlitsmanni við eina deildina og fékk þá um
leið kauphækkun. Kom það sér vel, því að hann
hafði þá um langan tíma gefið mikinn hluta
af kaupi sínu til kristilegs starfs, og gat hann
nú aukið þær gjafir að mun. Hann gekk að
starfi sínu með alvöru og ábyrgðartilfinningu
og leitaði styrks hjá Guði til að gegna því með
trúmensku.
Ári síðar, 1844, var hann gerður að deildar-
stjóra. Þann dag ritaði hann í dagbók sína:
>ó, að ég gæti i öllum viðskiftum hagað mér.
eins og hr. Hitchcock stæði við hlið mér. ö,
himneski Faðir, hjálpa þú mér til að vera sam-