Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 70
64
ig: Æjarta mitt var brennandi — ég var þá
aðeins liðlega tvítugur — og ég spurði sjálfan
mig: Hvað get ég gert fyrir alla þessa ungu
menn? Við vorum 5 eða 6 í sama svefnherberg-
inu, og þú getur alls ekki ímyndað þér, hvernig
félagar mínir höguðu sér. f herberginu, sem var
fyrir innan okkur, voru 4 eða 5 ungir menn,
og var einn þeirra kristinn og annar mjög sið-
prúður, þótt ekki hefði hann enn tekið sinna-
skiftum.«
Upp úr þessum jarðvegi spratt svo K. F .U. M.
Byrjunin var mjög blátt áfram — já, það veitti
henni enginn eftirtekt, nema Hann, sem hafði
lagt heilagan eld í brjóst tveggja ungra manna,
sem þorðu að fara á móti straumnum. Þessir
tveir ungu menn voru þeir G. Williams og hinn
umræddi trúaði félagi hans, sem var í næsta
herbergi við hann. Þeir bundust heitum í Kristi
um það að vinna félaga sína fyrir Guðs ríki.
Og hvernig? Með bæn! Þeir báðu ekki fyrir
öllum félögum sínum í einu lagi, heldur tóku
þeir einhvern eða einhverja vissa fyrir og báðu
fyrir þeim, já, börðust fyrir þeim í bæn, unz
þeir unnust. Og þannig tóku þeir hvern á fætur
öðrum; enginn sem fyrir utan stóð, vissi hve-
nær beðið var fyrir sér, en nú vissu allir, að
áður en varði mundi röðin koma að þeim. Og
hver varð svo árangurinn? Það brauzt út trú-
arvakning. G. Williams segir: »Við komum sam-