Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 71
65
an, við urðum fleiri og fleiri, og herbergið varð
brátt troðfullt. Andi Guðs var nálægur með
bænheyrzlur, og hvert afturhvarfið rak annað
meðal vor.« Enginn komst hjá áhrifum vakn-
ingarinnar. Ef einhver reyndi að vinna gegn
henni, þá var hann þegar í stað tekinn fyrir
í bæn, unz hann hreifst með að krossi Krists.
Það hefir verið sagt — og með réttu — að um
það leyti sem G. Williams kom til Hitchcock
& Rogers hafi verið ómögulegt fyrir ungan
mann að vera þar kristinn, en eftir að vakning-
in brauzt út, hafi verið ómögulegt að vera ann-
að en kristinn þar.
Lengi var beðið fyrir Hitchcock sjálfum, og
að lokum hlotnaðist hinum ungu mönnum sú
gleði, að heyra hann játa trú sína á Krist op-
inberlega. Það var mikill sigur, því að Hitchcock
var alla æfi upp frá því eindreginn og mjög
fórnfús meðlimur K. F. U. M. Það var föst
venja hans, að hann tók aldrei neinn mann í
þjónustu sína, án þess að leggja fyrir hann þessa
spurningu: »Þekkir þú Krist?«
Fyrst í stað var vakningin einungis innan
veggja verzlunarhússins Hitchcock & Rogers.
En ekki leið á löngu, unz áhrifin tóku einnig
að berast til annara verzlunarhúsa. Og er G.
Williams komst að því, þá kom sú hugmynd að
honum, hvort ekki væri hægt að koma á sam-
tökum meðal verzlunarmanna í öllum verzlunar-
5