Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 72
66
húsum borgarinnar um að hafa vikulegar sam-
bæna- og biblíulestra-samkomur. K. F. U. M.
var að koma í heiminn!
George Williams kvaddi saman 11 trúaða
menn, sem hann treysti, til þess að ræða þessa
hugmynd. Voru þeir allir úr verzlunarhúsinu
H. & R., að einum undanskildum, sem var frá
öðru verzlunarhúsi þar í borginni. Pann 6. júní
18UU komu þessir 12 menn saman í svefnher-
bergi G. Williams. Þeir féllust allir á tillöguna,
og þar með vgx félagið stofnað, og stjórn kos-
in. Það er eftirtektarvert, að G. Williams átti
ekki sjálfur sæti í fyrstu stjórn þess félags,
sem hann hafði þó sjálfur átt mestan þátt í að
stofnað var. Af hæversku óskaði hann þess, að
þeir, sem hærra voru settir í verzlunarstarfinu,
skipuðu stjórnina.
Þetta nýja félag — sem skömmu síðar fékk
það nafn, sem það ber enn í dag, Kristilegt
félag ungra manna (K. F. U. M.),* byrjaði
starfsemi sína með því að senda umburðarbréf
til allra helstu verzlunarhúsa borgarinnar, þar
sem skýrt var frá stofnun og markmiði félags-
ins, og skorað á alla að verða með. Undirtekt-
irnar voru auðvitað misjafnar, en í 14 verzl-
unarhúsum var þó hægt að koma á fót slíkum
samkomum.
*) A ensku: Y. M. C. A. Young Mens Christian Ass-
ociation.