Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 73
67
Upp frá þessu óx félagið hröðum skrefum.
Svefnherbergi G. Williams var fyrir löngu orð-
ið of lítið fyrir félagsfundi, og voru því tekin
á leigu 2 herbergi í gistihúsi þar í borginni,
og þótti mikið í ráðist. Voru þar haldnir viku-
legir fundir og óx aðsóknin stöðugt. Fleiri og
fleiri gengu Kristi á hönd og gengu í félagið.
G. Willams var sjálfkjörinn foringi, því að fyrir
eitthvert áhrifamagn hans þyrptust ungir menn
að honum.
Árið 1845 réði félagið sér fyrsta launaða fram-
kvæmdarstjórann, og sama ár byrjuðu Exeter
Hall fyrirlestrarnir, sem síðar urðu víðfrægir.
Voru þeir fyrirlestrar haldnir árlega í mörg ár,
og voru þá fengnir margir fremstu mælskumenn
landsins, til þess að tala þar um vísindaleg efni
á kristilegum grundvelli.
Ekki leið á löngu unz fleiri félög voru stofn-
uð bæði í London og annarsstaðar á Englandi,
og tóku margir af forvígismönnum þjóðarinn-
ar þátt í starfi þeirra. Má þar fyrst og fremst
nefna Shaftesbury lávarð.sem var einlægur vin-
ur George Williams. Þegar ensku félögin stofn-
uðu með sér landssamband, þá varð Shaftes-
bury lávarður formaður þess og gegndi því
starfi til dauðadags, 1885. Þá tók George Will-
iams við því.
Árið 1849 var sú ákvörðun tekin, að bóka-
söfn, lesstofur og nokkrar aðrar starfsgreinir
5*