Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 74
68
félagsins skyldu einnig standa opnar fyrir þeim,
sem ekki væru meðlimir, til þess að þannig
næðist í fleiri unga menn en þá, sem kæmu á
samkomurnar. En þeir einir fengu inngöngu
1 félagið, sem sýndu afturhvarf í játningu og
breytni.
Árið 1851 var haldin mikil sýning í London.
Þúsundir manna þyrptust.til borgarinnar úr öll-
um löndum veraldar. Var þá gert allt, sem unnt
var, til þess að vekja athylgi manna á félaginu
og starfsemi þess. Og árangurinn varð mikill.
Margir trúaðir menn, sem kynnst höfðu K. F.
U. M. í London, fluttu hugmyndina heim með
sér til annara landa og beittu sér þar fyrir
henni. Og þannig breiddist félagsskapurinn út
um allan heim.
Fyrsta alheimsþingið var haldið í París, ár-
ið 1855. Voru þar samþykkt grundvallarlög fyr-
ir félögin, Parísargrundvöllurinn svo nefndi.
Hann er svohljóðandi:
»K. F. U. M. leitast við að safna saman ung-
um mönnum, sem trúa á Jesúm Krist sem Guð
sinn og Frelsara samkvæmt Heilagri Ritningu
og vilja vera Iærisveinar hans í trú og líferni
og starfa í sameiningu að útbreiðslu ríkis hans
meðal ungra manna.«
Árið 1878 var sett á stofn alheimsfram-
kvæmdanefnd, sameiginleg fyrir öll þau félög,
sem byggðu starf sitt á Parísargrundvellinum-