Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 75
69
Hefir hún aðsetur sitt í Genéve. Og þar með
fékk félagið á sig það alheimssnið, sem það
hefir enn í dag.
X
George Williams rækti sitt jarðneska köllun-
arstarf ávalt með jafnmiklum dugnaði og sam-
vizkusemi, þrátt fyrir það, að andlegu störfin
sem hvíldu á herðum hans, ykjust ár frá ári.
Árið 1863 dó Hitchcock, og tók þá G. Williams
við verzluninni einn. Með ótrúlegu starfsþreki
og trúarþrótti tókst honum að stjórna verzlun-,
inni svo giftusamlega, að hún var talin ein af
fremstu verzlunum heimsborgarinnar. Þegar
hann var spurður, hvernig hann gæti komist
yfir allt þetta kaupsýslustarf auk síns andlega
starfs, þá svaraði hann: »Ég stjórna mönnun-
um, sem stjórna verzluninni.« Hann var svo
fórnfús á fé til félaganna, að undrum sætti,
og aldrei synjaði hann þeim fjárstyrks, er til
hans leituðu.
Heimilislíf hans var haminguríkt. Hann var
kvæntur dóttur Hitchcock, og var hún honum
mjög samhent í starfinu fyrir Guðs ríki.
Árið 1894, á 50 ára afmæli félagsins, var
G. Williams aðlaður og gerður að heiðursborg-
ara í London.
Hann andaðist 6. júní 1905, og þrátt fyrir
það, að hann var nærri þrotinn að kröftum
síðustu árin, þá var hann þó sístarfandi fram