Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 76
70
á hinztu stund. Hann stóð á fjölförnustu götu-
hornunum í stórborginni og útbýtti þar kristi-
legum smáritum og ávarpaði þá með hlýjum
orðum, sem hann þekkti eða hann sá, að þurftu
uppörfunar með.
Síðasta sinn er hann ávarpaði unga menn
samankomna í Exeter Hall, sem K. F. U. M.
keypti árið 1880, þá mælti hann á þessa leið:
»Orð mín til yðar í kvöld skulu vera þessi:
Áfram! Væntið stórmerkja af Guði! Næst þeim
friði og þeirri gleði, sem mér hefir hlotnast
fyrir Drottinn minn og Frelsara Jesúm Krist,
þá hefir mín mesta hamingja verið fólgin í starf-
inu fyrir félagið. Pess vegna skora ég á alla
unga menn að gefa sig, líkama sinn, sál og
anda, þeim Frelsara, sem elskaði þá og dó fyr-
ir þá, og verja lífi sínu til að útbreiða hans
ríki. Þá munu þeir finna frið og fullnægingu
í þessum heimi og eilífa dýrð í hinum komandi.«
Þetta er einnig boðskapur K. F. U. M. til
íslenzkra æskumanna!
V. S.
Olfert Ricard.
Það setti marga hljóða, er það fréttist, að
Olfert Ricard væri dáinn. Hann dó fimmtu-
dagskvöldið 20. júní 1929, og næsta sunnudag
var hans minnst í kirkjum í Danmörku og viðs-