Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 79
78
engan vitað gera það betur. Eftir dauða hans
var á þetta minnst úr ýmsum áttum. Þá töl-
uðu menn og skrifuðu um þá blessun, er biblíu-
lestrar hans hefðu fært þeim, og í þeim flokki
Voru prófessorar, stórkaupmenn, læknar prest-
ar lögfræðingar, iðnaðarmenn, o. fl. Sameigin-
leg minning þessara manna var: »Þessar stund-
ir voru sólardagarnir í æskulífi voru.«
En þó finnst mér allt hverfa fyrir prédik-
unum hans og guðsþjónustum. Þar var allt af
eitthvað nýtt að finna, og þar var allt af hið
sama að finna, Jesúm Krist, og það á vel við
að eitt prédikanasafn Ricards ber heitið: »Vér
sáum hans dýrð.« Ricard var frábær mælsku-
ttiaður, og margir sögðu, að þeir sæu, er hann
falaði, inn um dyrnar að guðsríki og langaði
til að ganga inn um þær dyr inn í gleðisal
himnaríkis, og ákvörðunin var tekin af mörg-
’iin. Ricard sagði stundum í prédikun sinni:
^Það hafa orðið kraftaverk í þessari kirkju.«
Gamall prestur var eitt sinn í kirkju hjá hon-
t’m, og heyrði þá útskýrt eitt ritningarorð þann-
'S. að það varð allt nýtt fyrir gamla prestin-
og hann beið eftir Ricard að lokinni mess-
^uni, til þess að segja honum frá þessu og
>ar • svo innilega glaður og þakklátur. Þetta var
s‘ðasta kirkjuferð gamla prestsins, hann dó þá
' vikunni.
Olfert Ricard varð stúdent 1889, kandídat