Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 80
74
í guðfræði 1895 með mjög fögrum vitnisburði-
Að loknu prófi var hann erlendis, og stund-
aði framhaldsnám við ýmsa háskóla. Þegar
heim kom, voru honum boðin mörg góð em-
bætti. En hvað valdi hann? Hann tók við starfi
í kjallaranum í Bethesda, samkomuhúsi í Kaup-
mannahöfn, en þar hélt K. F. U. M. sína fundi-
En hann sá brátt, að kjallarinn var of lítilE
og nú vann hann það þrekvirki að safna fé»
svo að hægt væri að byggja stórhýsi handa
K. F. U. M., og var það hús byggt, og vígt á
afmælisdegi félagsins 16. sept. 1900, og kann-
ast margir við hina fögru byggingu í miS"
depli borgarinnar. Þar var Ricard húsfaðir-
hafði umsjón með öllu, sat til borðs með ung'
um mönnum af öllum stéttum, og bar með sér
blessun og hressandi gleði, hvar sem hann fór-
Oft var hann á ferðalagi, ferðaðist um all*
landið, og hélt fyrirlestra í öllum latínuskób
um, og margir ungir menn tóku þá ákvörð-
un, er þeir hlustuðu á hann, að gefast Guðn
og starfa í Guðsríki, og margir af þeim hafa
nú um margra ára skeið starfað til mikiHaI
blessunar í kristinni kirkju. Ricard var mí°£
sérkennilegur ræðumaður, hann hafði sínar eig'
in aðferðir og fór sínar eigin leiðir, en hanP
gleymdi aldrei aðalatriðinu. Hann gerði lítið a®
því að »kritisera«, en mikið að því að hjálpa’
leiðbeina og uppörfa. Það má með sanni segja’