Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 81
75
að hann var allur í liinu kristna starfi, og hann
var víðsýnn í hinum bezta skilningi, og sá með
eigin augum, að kristindómurinn nægir hinum
ýmsu þjóðum. Sá hann þetta á ferðum sínum,
því að hann fór víða, um alla Evrópu, til Ame-
ríku, til Japan og Kína, og sá með eigin aug-
um blessun kristniboðsins. Ricard hafði frá
mörgu að segja, enda var hann lífið og sálin
í kristilegum stúdentafundum. Það var eins
og hann hefði tíma til alls. Fáir kirkjunnar
menn hafa ritað meira en hann, bækur hans
hafa náð útbreiðslu víða um lönd og verið þýdd-
ar á mörg tungumál; ein bókin hans »Ungdoms-
liv« er nú komin í 33. útgáfu. Mikið starf og
áberandi hafði Ricard með höndum, en samt
gleymdi hann ekki starfinu í hinu smáa. Man
ég eftir því, er ég einn laugardagsmorgun fékk
bréf frá honum, þar sem hann segir: »Við mæt-
Umst nokkrir í Jesúkirkjunni í fyrramálið, og
verðum þar til altaris. Velkominn.« Ég sé enn
fyrir mér hinn sólfagra sunnudagsmorgun, og
Uiér finnst, að ég enn heyri óminn af sálma-
sÖngnum frá þeirri guðsþjónustu.
Árið 1908 varð Ricard prestur, þá 36 ára,
°8' gerðist aðstoðarprestur við Jóhannesarkirkj-
hna í Kaupmannahöfn. Gegndi því starfi í 9
ár, 0g var kirkjan svo vel sótt, að þeir sem
Serðu sér von um að fá sæti, urðu að koma
öeilli klukkustund áður en guðsþjónustan hófst.