Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 83
77
æfistarf Ricards, að bera nafn Drottins fram
fyrir mennina. Þungamiðjan í boðskap hans
Var hjálpræðið í Jesú Kristi. Hann segir í
ræðu, er hann hélt, er hin veglega viðbótar-
bygging K. F. U. M. var vígð 1917: »Eg tek
ekkert aftui' af því, sem ég hefi sagt, og ég
segi það eins ákveðið og mér er mögulegt:
Jesús Kristur er miðdepillinn, og út frá hon-
Um stafa geislarnir.«
Þegar K. F. U. M. hélt 50 ára afmæli sitt,
hélt Ricard hátíðarræðuna yfir mörgum þús-
undum, og er sú stund ógleymanleg þeim, er
þar voru, og nokkrir Islendingar áttu því láni
að fagna að fá, að vera á þeirri hátíð.
Ricard var prédikari og rithöfundur, og hann
var leiðtogi, og um leið tryggur vinur. Djarfur
og einbeittur vár hann, en þekkti af eigin reynd
Vonbrigði og margskonar baráttu, og þó að
hann væri umkringdur af miklum mannfjölda,
var hann oft mjög einmana, og varð oft að
berjast við ýmsar daprar hugsanir. En hann
Var hin trúarsterka hetja, og bar lamandi sjúk-
dóm með brosandi þreki. Ökvæntur var hann
uefi alla, en fáir hafa betur en hann lýst hinu
kristna heimilislífi, og fáir hafa sungið vin-
úttunni fegurra lof.
Ricard varð 57 ára að aldri, sjúkdómurinn
úgerðist, og lagðist Ricard undir uppskurð. Allt
Sekk eðlilega og vel, en rúmri viku eftir upp-