Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 85
79
talað; virðið fyrir yður, hvernig æfi þeirra
lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra.« (Hebr.
13, 7.).
Bjarni Jónsson, prófastur.
Marteinn Lúther.
10. nóv. 1483 — 10. nóv. 1933.
[Á þessu ári, 10 nóv., eru liðin 450 ár, síðan Mar-
teinn Lúther fæddist, og eru i tilfeni af því hátíða-
höld víðsvegar um lútherskan heim. Birtist hjer stutt
grein eftir Bjarna prófast Jónsson um siðabótahetj-
una mkilu, sem einnig vér íslendingar eigum svo mik-
ið að þakka.]
Kvöldið fyrir allra heilagra messu 31. októ-
ber 1517 gekk maður nokkur, er heima átti í
Wittenberg, að dyrum hallarkirkjunnar þar í
bænum. Þar festi hann á hurðina skjal með 95
setningum á móti aflátssölunni og öðru, er hon-
um þótti miður fara. Hann viðhafði þessa að-
ferð, til þess að málið yrði rætt af lærðum mönn-
um. Ef einhver hefði sagt við þenna unga prest
og háskólakennara: »Eftir 400 ár mun þess, er
þú gerir í kvöld, verða minnst í mörgum lönd-
um með sérstakri hátíð«, þá hefði hinn einbeitti
rnaður ekki lagt trúnað á þann spádóm. Mar-