Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 86
30
teinn Lútlier gekk ekki að kirkjudyrunum fyrir
400 árum með þessum' orðum: »Nú verð ég fræg-
ur siðbótarmaður.« Sjálfur vissi hann ekki um
hinar víðtæku afleiðingar. En Drottinn vissi um
þær, og það var hann, sem útvaldi mann, sem
hafði kjark til þéss að breyta samkvæmt Guðs
vilja.
Enn í dag er krossmark með Kristsmynd á
yfir dyrum hallarkirkjunnar. Mér hefir verið
sagt, að það hafi verið þar margar aldir. Hinn
ungi doktor hefir horft á krossmarkið, hann
hefir haft hinn krossfesta fyrir augum, og í
nafni hans fest skjalið á hurðina, og svo barst
bergmálið af þeim hamarshöggum út um heim-
inn. Faðir Lúthers hefir oft notað hamarinn í
málmnámunum, sonur hans notaði einnig hamJ
arinn og kom með skínandi málm fram í dags-
ljósið, gimsteina trúar og kristilegrar djörfung-
ar, og enn leggur skæran bjarma af gullinu,
sem sonur málmnemans fann.
Enn í dag geta þeir, sem koma til Eisleben,
séð húsið, þar sem Marteinn Lúther fæddist
10. nóvember 1483. Fáir hafa þá veitt atburð-
inum eftirtekt, en frá himni var horft á þetta
hús, því þar grét það barn, sem síðar varð hetjaí
Guðs ríki. Hér eiga við orð postulans: »Guð hefir
útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, til
þess að gera hinu volduga kinnroða« (1. Kor.
1, 27).